Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fös 16. febrúar 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er ótrúlegt að við höfum ekki verið komnir yfir í fyrri hálfleik. Við vorum ósáttir með að vera 0-0 í hálfleik, okkur fannst eins og við ættum að vera komnir yfir. En við náum að komast yfir. Vidusha gerir mjög vel, það er gott stundum að vera 50 kíló. Síðan vorum við svekktir að fá jöfnunarmarkið á okkur en mikill karakter að skora sigurmarkið, öll mörkin á tæpum 5 mínútum.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR-inga, eftir dramatískan sigur ÍR á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.


Ég er mjög sáttur með leikinn og að hafa staðið svona vel í þeim. Fáum ekki á okkur mark í tæpar 90 mínútur og nýttum áhlaupin mjög vel. Við vorum yfir í fyrri hálfleik en þeir í seinni, síðan stálum við þessu í lokin.

Það vakti athygli að Bragi Karl, einn besti leikmaður ÍR-inga, var tekinn útaf í hálfleik. Árni sagði að ekkert hafi komið fyrir, en að það væri bara verið að hvíla hann fyrir komandi átök en Bragi var einmitt valinn í æfingarhóp U21 árs landsliðið.

Lokamínútur leiksins voru mjög dramatískar en Árna leið alltaf eins og það væri annað mark í loftinu eftir að Fram jafnar.

Ég held að hann hafi bætt 7 mínútum við. Þetta var bara spennandi. Þegar þeir jafna í 1-1 þá fékk maður einhverja tilfinningu að það myndi koma annað mark í leikinn. Síðan fær Kennie (Chopart) rautt fyrir groddaralega tæklingu beint fyrir framan okkur og það verður smá æsingur. Síðan gerðum við bara mjög vel. Sæmi gerð vel að leggja upp á Guðjón sem kláraði mjög vel.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner