Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 16. febrúar 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er ótrúlegt að við höfum ekki verið komnir yfir í fyrri hálfleik. Við vorum ósáttir með að vera 0-0 í hálfleik, okkur fannst eins og við ættum að vera komnir yfir. En við náum að komast yfir. Vidusha gerir mjög vel, það er gott stundum að vera 50 kíló. Síðan vorum við svekktir að fá jöfnunarmarkið á okkur en mikill karakter að skora sigurmarkið, öll mörkin á tæpum 5 mínútum.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR-inga, eftir dramatískan sigur ÍR á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.


Ég er mjög sáttur með leikinn og að hafa staðið svona vel í þeim. Fáum ekki á okkur mark í tæpar 90 mínútur og nýttum áhlaupin mjög vel. Við vorum yfir í fyrri hálfleik en þeir í seinni, síðan stálum við þessu í lokin.

Það vakti athygli að Bragi Karl, einn besti leikmaður ÍR-inga, var tekinn útaf í hálfleik. Árni sagði að ekkert hafi komið fyrir, en að það væri bara verið að hvíla hann fyrir komandi átök en Bragi var einmitt valinn í æfingarhóp U21 árs landsliðið.

Lokamínútur leiksins voru mjög dramatískar en Árna leið alltaf eins og það væri annað mark í loftinu eftir að Fram jafnar.

Ég held að hann hafi bætt 7 mínútum við. Þetta var bara spennandi. Þegar þeir jafna í 1-1 þá fékk maður einhverja tilfinningu að það myndi koma annað mark í leikinn. Síðan fær Kennie (Chopart) rautt fyrir groddaralega tæklingu beint fyrir framan okkur og það verður smá æsingur. Síðan gerðum við bara mjög vel. Sæmi gerð vel að leggja upp á Guðjón sem kláraði mjög vel.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner