Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 16. apríl 2015 20:48
Daníel Freyr Jónsson
Lengjubikarinn: Blikar fóru illa með Val
Ellert Hreinsson skoraði tvö fyrir Blika.
Ellert Hreinsson skoraði tvö fyrir Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 5 - 1 Valur
1-0 Arnþór Ari Atlason
1-1 Patrick Pedersen
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson
3-1 Ellert Hreinsson
4-1 Ellert Hreinsson
5-1 Höskuldur Gunnlaugsson

Breiðablik fór illa með Val þegar liðin mættust í fjórðungsúrslitum Lengjubikarsins í kvöld þar sem lokatölur urðu 5-1.

Arnþór Ari Atlason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Blika af stuttu færi, en danski framherjinn Patrick Pedersen jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson braut af sér innan teigs.

Eftir þetta tóku Blikar öll völd og skoruðu fjögur mörk. Fyrst skoraði Höskuldur Gunnlaugsson, áður en tvö mörk fylgdu frá Ellerti Hreinssyni, en síðara mark Ellerts var af dýrari gerðinni eftir að hann fór illa með vörn Valsara.

Höskuldur kláraði svo leikinn með sínu öðru marki og fimmta marki Blika.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner