Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mið 16. júní 2021 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Raggi: Þurfa að geta höndlað þessar aðstæður
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við góðir í dag og áttum sigurinn fyllilega skilið," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 2-0 sigur á HK í Pepsi Max-deildinni.

„Ég hefði viljað skora fleiri mörk," bætti Siggi Raggi við.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 HK

Keflavík spyrnti sér af botninum með þessum úrslitum. „Við spiluðum 'solid' varnarlega líka og héldum markinu okkar hreinu. Mér fannst við gera vel við tiltölulega erfiðar aðstæður."

Það var mikill vindur í Keflavík í kvöld; ekki í fyrsta sinn. „Auðvitað hafði það svolítil áhrif, en mér fannst bæði lið gera sitt besta að spila góðan fótbolta. Þetta var blanda af því að reyna að spila honum á jörðinni og senda hann inn fyrir. Þetta eru íslenskar aðstæður og leikmenn á Íslandi þurfa að geta höndlað þessar aðstæður."

Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki með í kvöld vegna meiðsla. Hann var aðeins stífur í náranum.

„Það er flott að sjá okkur aðeins ofar í töflunni. Við stefnum ofar... við höldum bara áfram. Það er fullt af leikjum framundan."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir