Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
banner
   mán 16. júlí 2018 21:49
Egill Sigfússon
Oliver: Gummi Steinars búinn að grenja í mér alla vikuna að setja hann í markmannshornið
Oliver skoraði sigurmarkið í kvöld
Oliver skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði Fjölni 2-1 á Kópavogsvelli í Pepsí-deild karla í kvöld. Oliver Sigurjónsson skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Oliver sagðist vera mjög ánægður með þrjú stig eftir að hafa hleypt Fjölni inn í leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Þetta var aðeins of tæpt að mínu mati, við hleyptum þeim aðeins inn í leikinn en ég er bara rosalega ánægður með þrjú stig, það skiptir ekki máli hver skorar mörkin, það þarf bara að vinna leikina sem heild."

Oliver sagði að Gummi Steinars hefði gefið honum ráð fyrir aukaspyrnuna og ákvað að hlusta á hann í þetta skiptið.

„Ég sagði við Dabba að hann ætti að vera lengur á boltanum til að stilla honum upp og droppa aðeins aftur og ég myndi svo skjóta. Ég ætlaði svo að setja hann yfir vegginn en Gummi Steinars er búinn að grenja í mér alla vikuna að setja hann í markmannshornið. Ég setti hann svo bara í markmannshornið fyrir Gumma og hitti boltann frábærlega."

Thomas Mikkelsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag og skoraði fyrsta mark leiksins, Oliver hafði ekkert nema gott að segja um hæfileika hans.

„Frábær, hann hélt boltanum vel, var duglegur. Var orðinn þreyttur í lokin sem er skiljanlegt, langt síðan hann spilaði og frábært að hann skoraði."

Breiðablik er í 3.sætinu þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Stjörnunnar og Oliver segir að þeir ætli sér klárlega að berjast um titilinn.

„Við erum í séns og erum með nógu gott lið til að vera þarna og ætlum að vera þarna, við erum með frábært lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner