Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 16. júlí 2018 21:49
Egill Sigfússon
Oliver: Gummi Steinars búinn að grenja í mér alla vikuna að setja hann í markmannshornið
Oliver skoraði sigurmarkið í kvöld
Oliver skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði Fjölni 2-1 á Kópavogsvelli í Pepsí-deild karla í kvöld. Oliver Sigurjónsson skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Oliver sagðist vera mjög ánægður með þrjú stig eftir að hafa hleypt Fjölni inn í leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Þetta var aðeins of tæpt að mínu mati, við hleyptum þeim aðeins inn í leikinn en ég er bara rosalega ánægður með þrjú stig, það skiptir ekki máli hver skorar mörkin, það þarf bara að vinna leikina sem heild."

Oliver sagði að Gummi Steinars hefði gefið honum ráð fyrir aukaspyrnuna og ákvað að hlusta á hann í þetta skiptið.

„Ég sagði við Dabba að hann ætti að vera lengur á boltanum til að stilla honum upp og droppa aðeins aftur og ég myndi svo skjóta. Ég ætlaði svo að setja hann yfir vegginn en Gummi Steinars er búinn að grenja í mér alla vikuna að setja hann í markmannshornið. Ég setti hann svo bara í markmannshornið fyrir Gumma og hitti boltann frábærlega."

Thomas Mikkelsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag og skoraði fyrsta mark leiksins, Oliver hafði ekkert nema gott að segja um hæfileika hans.

„Frábær, hann hélt boltanum vel, var duglegur. Var orðinn þreyttur í lokin sem er skiljanlegt, langt síðan hann spilaði og frábært að hann skoraði."

Breiðablik er í 3.sætinu þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Stjörnunnar og Oliver segir að þeir ætli sér klárlega að berjast um titilinn.

„Við erum í séns og erum með nógu gott lið til að vera þarna og ætlum að vera þarna, við erum með frábært lið."
Athugasemdir
banner