Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mán 16. júlí 2018 21:49
Egill Sigfússon
Oliver: Gummi Steinars búinn að grenja í mér alla vikuna að setja hann í markmannshornið
Oliver skoraði sigurmarkið í kvöld
Oliver skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði Fjölni 2-1 á Kópavogsvelli í Pepsí-deild karla í kvöld. Oliver Sigurjónsson skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Oliver sagðist vera mjög ánægður með þrjú stig eftir að hafa hleypt Fjölni inn í leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Þetta var aðeins of tæpt að mínu mati, við hleyptum þeim aðeins inn í leikinn en ég er bara rosalega ánægður með þrjú stig, það skiptir ekki máli hver skorar mörkin, það þarf bara að vinna leikina sem heild."

Oliver sagði að Gummi Steinars hefði gefið honum ráð fyrir aukaspyrnuna og ákvað að hlusta á hann í þetta skiptið.

„Ég sagði við Dabba að hann ætti að vera lengur á boltanum til að stilla honum upp og droppa aðeins aftur og ég myndi svo skjóta. Ég ætlaði svo að setja hann yfir vegginn en Gummi Steinars er búinn að grenja í mér alla vikuna að setja hann í markmannshornið. Ég setti hann svo bara í markmannshornið fyrir Gumma og hitti boltann frábærlega."

Thomas Mikkelsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag og skoraði fyrsta mark leiksins, Oliver hafði ekkert nema gott að segja um hæfileika hans.

„Frábær, hann hélt boltanum vel, var duglegur. Var orðinn þreyttur í lokin sem er skiljanlegt, langt síðan hann spilaði og frábært að hann skoraði."

Breiðablik er í 3.sætinu þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Stjörnunnar og Oliver segir að þeir ætli sér klárlega að berjast um titilinn.

„Við erum í séns og erum með nógu gott lið til að vera þarna og ætlum að vera þarna, við erum með frábært lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner