Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
   mán 16. júlí 2018 21:49
Egill Sigfússon
Oliver: Gummi Steinars búinn að grenja í mér alla vikuna að setja hann í markmannshornið
Oliver skoraði sigurmarkið í kvöld
Oliver skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lagði Fjölni 2-1 á Kópavogsvelli í Pepsí-deild karla í kvöld. Oliver Sigurjónsson skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Oliver sagðist vera mjög ánægður með þrjú stig eftir að hafa hleypt Fjölni inn í leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Þetta var aðeins of tæpt að mínu mati, við hleyptum þeim aðeins inn í leikinn en ég er bara rosalega ánægður með þrjú stig, það skiptir ekki máli hver skorar mörkin, það þarf bara að vinna leikina sem heild."

Oliver sagði að Gummi Steinars hefði gefið honum ráð fyrir aukaspyrnuna og ákvað að hlusta á hann í þetta skiptið.

„Ég sagði við Dabba að hann ætti að vera lengur á boltanum til að stilla honum upp og droppa aðeins aftur og ég myndi svo skjóta. Ég ætlaði svo að setja hann yfir vegginn en Gummi Steinars er búinn að grenja í mér alla vikuna að setja hann í markmannshornið. Ég setti hann svo bara í markmannshornið fyrir Gumma og hitti boltann frábærlega."

Thomas Mikkelsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag og skoraði fyrsta mark leiksins, Oliver hafði ekkert nema gott að segja um hæfileika hans.

„Frábær, hann hélt boltanum vel, var duglegur. Var orðinn þreyttur í lokin sem er skiljanlegt, langt síðan hann spilaði og frábært að hann skoraði."

Breiðablik er í 3.sætinu þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Stjörnunnar og Oliver segir að þeir ætli sér klárlega að berjast um titilinn.

„Við erum í séns og erum með nógu gott lið til að vera þarna og ætlum að vera þarna, við erum með frábært lið."
Athugasemdir
banner
banner