Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net bikarinn: KFA örugglega áfram í 8-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFA 3 - 0 Kári
1-0 Nikola Kristinn Stojanovic
2-0 Javier Montserrat
3-0 Hrafn Guðmundsson

KFA flaug áfram í 8-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins í kvöld með 3-0 sigri á Kára á SÚN-vellinum í Neskaupstað.

Nikola Kristinn Stojanovic skoraði eina markið í fyrri hálfleiknum og í þeim síðari gerðu þeir Javier Monsterrat og Hrafn Guðmundsson út um leikinn.

Montserrat að skora sitt þriðja mark á tímabilinu ásamt því að hafa lagt upp þriðja markið fyrir Hrafn.

KFA örugglega áfram og er annað liðið inn í 8-liða úrslitin ásamt Gróttu sem vann KFS með sömu markatölu í gær.

Dregið verður í 8-liða úrslitin á Laugardalsvelli á morgun, hægt verður að horfa á dráttinn í beinni hjá Fótbolti.net á Instagram. Þá kemur niðurstaðan að sjálfsögðu beint inn á síðuna.

KFA fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta ári en laut þá í lægra haldi fyrir Selfyssingum.
Athugasemdir
banner