Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Duran strax kominn á slæmu hliðina hjá Mourinho
Mynd: Al-Nassr
Kólumbíski sóknarmaðurinn Jhon Duran er strax kominn á slæmu hliðina hjá Jose Mourinho, þjálfara Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa misst af fyrstu æfingu liðsins á undirbúningstímabilinu.

Tyrkneska félagið fékk þennan 21 árs gamla framherja á láni frá Al Nassr í Sádi-Arabíu fyrr í þessum mánuði.

Þessi skipti komu aðeins sex mánuðum eftir að hann gekk í raðir Al Nassr frá Aston Villa.

Fenerbahce greiðir allan launakostnað leikmannsins sem nemur um 300 þúsund pundum á viku.

Duran átti að mæta á fyrstu æfingu sína með liðinu í æfingabúðum í Portúgal í dag, en hann var hvergi að sjá og er Mourinho afar ósáttur við þessa framkomu.

„Þetta er alger vanvirðing. Reglurnar eru skýrar og það eru afleiðingar fyrir þá sem fylgja þeim ekki. Við munum ræða við hann þegar hann mætir, það er að segja ef hann mætir,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi.

Engin draumabyrjun hjá Duran og síðasta sem hann vill er að koma sér á slæmu hliðina hjá 'þeim sérstaka'.
Athugasemdir
banner