Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 16. ágúst 2018 21:26
Elvar Geir Magnússon
18 ára hetja Blika: Ákvað að bomba þegar ég sá að fjærhornið var opið
Mynd: Raggi Óla
Brynjólfur Darri Willumsson fagnaði nýlega 18 ára afmæli sínu en í kvöld var hann hetja Breiðabliks þegar hann kom inn sem varamaður gegn Víkingi Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Jöfnunarmark hans í blálok framlengingar tryggði Blikum vítaspyrnukeppni þar sem þeir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  4 Víkingur Ó.

„Þetta var geggjaður áhorfendur fyrir áhorfendur og alla," sagði Brynjólfur við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Það er geggjað að geta tryggt Blikum í úrslitaleikinn. Ég hélt að dómarinn ætlaði að flauta af löngu áður en maður fær alltaf séns."

Þegar hann fékk þetta færi, hvað hugsaði hann?

„Þegar ég sá að það var opið mark ákvað ég að bomba þessu á markið, þegar ég sá að fjærhornið var opið."

Brynjólfur kom inn þegar bróðir hans, Willum Þór Willumsson, fór af velli vegna meiðsla. Willum hefur verið mjög öflugur í sumar.

„Hann hefur staðið sig frábærlega og það var gaman að koma inn fyrir hann, þó það sé líka gaman að spila með honum."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner