Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fim 16. ágúst 2018 21:26
Elvar Geir Magnússon
18 ára hetja Blika: Ákvað að bomba þegar ég sá að fjærhornið var opið
Mynd: Raggi Óla
Brynjólfur Darri Willumsson fagnaði nýlega 18 ára afmæli sínu en í kvöld var hann hetja Breiðabliks þegar hann kom inn sem varamaður gegn Víkingi Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Jöfnunarmark hans í blálok framlengingar tryggði Blikum vítaspyrnukeppni þar sem þeir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  4 Víkingur Ó.

„Þetta var geggjaður áhorfendur fyrir áhorfendur og alla," sagði Brynjólfur við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Það er geggjað að geta tryggt Blikum í úrslitaleikinn. Ég hélt að dómarinn ætlaði að flauta af löngu áður en maður fær alltaf séns."

Þegar hann fékk þetta færi, hvað hugsaði hann?

„Þegar ég sá að það var opið mark ákvað ég að bomba þessu á markið, þegar ég sá að fjærhornið var opið."

Brynjólfur kom inn þegar bróðir hans, Willum Þór Willumsson, fór af velli vegna meiðsla. Willum hefur verið mjög öflugur í sumar.

„Hann hefur staðið sig frábærlega og það var gaman að koma inn fyrir hann, þó það sé líka gaman að spila með honum."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner