Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   fim 16. ágúst 2018 21:26
Elvar Geir Magnússon
18 ára hetja Blika: Ákvað að bomba þegar ég sá að fjærhornið var opið
Mynd: Raggi Óla
Brynjólfur Darri Willumsson fagnaði nýlega 18 ára afmæli sínu en í kvöld var hann hetja Breiðabliks þegar hann kom inn sem varamaður gegn Víkingi Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Jöfnunarmark hans í blálok framlengingar tryggði Blikum vítaspyrnukeppni þar sem þeir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  4 Víkingur Ó.

„Þetta var geggjaður áhorfendur fyrir áhorfendur og alla," sagði Brynjólfur við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Það er geggjað að geta tryggt Blikum í úrslitaleikinn. Ég hélt að dómarinn ætlaði að flauta af löngu áður en maður fær alltaf séns."

Þegar hann fékk þetta færi, hvað hugsaði hann?

„Þegar ég sá að það var opið mark ákvað ég að bomba þessu á markið, þegar ég sá að fjærhornið var opið."

Brynjólfur kom inn þegar bróðir hans, Willum Þór Willumsson, fór af velli vegna meiðsla. Willum hefur verið mjög öflugur í sumar.

„Hann hefur staðið sig frábærlega og það var gaman að koma inn fyrir hann, þó það sé líka gaman að spila með honum."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner