Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: thorsport 
Donni hættir með Þór/KA í haust (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, mun hætta með Þór/KA eftir leiktíðina. Þetta var staðfest á vefsíðu Þórs rétt í þessu.

Samningur Donna við félagið rennur út eftir tímabilið og ætlar hann ekki að framlengja eftir þrjú góð ár á Akureyri.

„Á fundi með leikmönnum í dag kom þó skýrt fram hjá honum að hann myndi klára tímabilið með Þór/KA af fullum krafti og einbeita sér 100% að því að skila liðinu eins vel frá sér og nokkur kostur er," segir á vefsíðu Þórs.

Þór/KA er í baráttu við Selfoss og Fylki um þriðja sæti Pepsi Max-deildar kvenna en titilbaráttan er einskorðuð við Breiðablik og Val í ár.

Undir stjórn Donna vann Þór/KA Íslandsmeistaratitilinn 2017 og bikarinn 2018 auk þess að komast í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í stórveldi Wolfsburg höfðu þó betur.

„Donni hefur í hyggju að flytja til Svíþjóðar ásamt fjölskyldunni og tengist það meðal annars starfi eiginkonu hans, Heru Birgisdóttur, en hún er læknir. Donni mun jafnframt líta í kringum sig í Svíþjóð eftir starfi við þjálfun. Þau hafa nú þegar sett fasteign sína á Akureyri á sölu og hyggjast flytja utan í haust eða strax eftir áramótin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner