Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   fös 16. ágúst 2019 20:45
Rögnvaldur Már Helgason
Gregg Ryder: Grótta og Fjölnir líklegust til að fara upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að spila á heimavelli og eigum að vinna alla leiki hérna. Ég er mjög vonsvikinn með það að við skulum ekki hafa unnið í dag," sagði Gregg Ryder eftir jafnteflið gegn Haukum í kvöld. 

„Það var ekki eitthvað eitt sem við gerðum vitlaust, það var eiginlega allt. Þeir voru hungraðari, héldu boltanum betur og sýndu meiri vilja. Það var fullkomlega verðskuldað að þeir væru yfir í hálfleik og það ætti augljóslega ekki að gerast hér, það er stór spurning hvers vegna það gerist."

Í seinni hálfleik slökuðu Haukar á og Þórsarar gengu á lagið, en gerðu ekki nóg til að sigra. Toppbaráttan er spennandi en Fjölnir og Grótta gerðu sömuleiðis jafntefli í kvöld í toppslag.

„Ef þú lítur á leikina sem eru eftir þá eiga bæði þessi lið auðveldara prógramm eftir, og hafa spilað við öll liðin í efri hlutanum. Þau hafa gert mjög vel til að halda sér í baráttunni og maður myndi ætla að þessi tvö lið séu líklegust til að fara upp eins og staðan er. Kannski verður þetta á milli okkar og Fjölnis."

„Þegar upp er staðið verður maður bara að horfa á það sem maður er að gera sjálfur og hugsa fyrst og fremst um að skila sínu, við gerðum það ekki í dag og það eru vonbrigði."



Athugasemdir
banner
banner