Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 16. ágúst 2022 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Alexander Aron: Er að væla yfir því hvernig það atvikaðist
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Alls ekki. Í stöðunni 2-1 erum við með yfirhöndina í leiknum og búin að snúa honum okkur í vil en þá kemur atvik sem er bolti í hendi eða hvernig sem það var þar sem dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa það en á meðan eru 10 manns á bekknum hjá Keflavík að ráðast að fjórða dómara og þrýsta á hann og þrýsta vítinu í gegn. Og fyrir mér er það bara óboðlegt að svona frammistaða á bekk andstæðings hafi svona mikil áhrif.“ Sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir 3-2 ósigur þeirra gegn Keflavík í Mosfellsbæ í kvöld aðspurður hvort úrslitin væru sanngjörn en var fljótt afvegaleiddur af stóru atviki í leiknum.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  3 Keflavík

Atvikið sem Alexander minnist á er vítaspyrna sem dæmd var eftir um klukkustundarleik þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns í teignum eftir skot. Alexander var ósáttur við viðbrögðin á bekk Keflavíkur og hélt áfram aðspurður hvort um vendipunkt í leiknum væri að ræða.

„Já að sjálfsögðu þetta er stuttu eftir að við komumst í 2-1 og þetta slær okkur svolítið út af laginu. Svo komast þær í 3-2 en við fáum nokkur færi til þess að jafna leikinn. En eins og ég segi þá er þetta algjör vendipunktur í leiknum. “

Afturelding er áfram í fallsæti og þegar leikjum fer fækkandi er ljóst að liðið þarf að setja stig á töfluna ef það ætlar sér að halda sér í deild þeirra bestu. Um framhaldið og hvort um úrslitaleiki væri að ræða sagði Alexander.

„Það eru nokkrir leikir eftir og við getum unnið öll lið í þessari deild og að sama skapi bara tapað. En eins og við horfðum á þetta hérna í dag þá fannst mér við bara vera nokkuð góðar en svona stór ákvörðun er erfið og stundum fellur þetta með manni og ekki og ég er ekkert að væla yfir því. En ég er að væla yfir því hvernig það atvikaðist það er það sem ég er mest ósáttur með.“

Sagði Alexander en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir