Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 16. ágúst 2022 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Alexander Aron: Er að væla yfir því hvernig það atvikaðist
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Alls ekki. Í stöðunni 2-1 erum við með yfirhöndina í leiknum og búin að snúa honum okkur í vil en þá kemur atvik sem er bolti í hendi eða hvernig sem það var þar sem dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa það en á meðan eru 10 manns á bekknum hjá Keflavík að ráðast að fjórða dómara og þrýsta á hann og þrýsta vítinu í gegn. Og fyrir mér er það bara óboðlegt að svona frammistaða á bekk andstæðings hafi svona mikil áhrif.“ Sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir 3-2 ósigur þeirra gegn Keflavík í Mosfellsbæ í kvöld aðspurður hvort úrslitin væru sanngjörn en var fljótt afvegaleiddur af stóru atviki í leiknum.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  3 Keflavík

Atvikið sem Alexander minnist á er vítaspyrna sem dæmd var eftir um klukkustundarleik þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns í teignum eftir skot. Alexander var ósáttur við viðbrögðin á bekk Keflavíkur og hélt áfram aðspurður hvort um vendipunkt í leiknum væri að ræða.

„Já að sjálfsögðu þetta er stuttu eftir að við komumst í 2-1 og þetta slær okkur svolítið út af laginu. Svo komast þær í 3-2 en við fáum nokkur færi til þess að jafna leikinn. En eins og ég segi þá er þetta algjör vendipunktur í leiknum. “

Afturelding er áfram í fallsæti og þegar leikjum fer fækkandi er ljóst að liðið þarf að setja stig á töfluna ef það ætlar sér að halda sér í deild þeirra bestu. Um framhaldið og hvort um úrslitaleiki væri að ræða sagði Alexander.

„Það eru nokkrir leikir eftir og við getum unnið öll lið í þessari deild og að sama skapi bara tapað. En eins og við horfðum á þetta hérna í dag þá fannst mér við bara vera nokkuð góðar en svona stór ákvörðun er erfið og stundum fellur þetta með manni og ekki og ég er ekkert að væla yfir því. En ég er að væla yfir því hvernig það atvikaðist það er það sem ég er mest ósáttur með.“

Sagði Alexander en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner