Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   þri 16. ágúst 2022 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Alexander Aron: Er að væla yfir því hvernig það atvikaðist
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Alls ekki. Í stöðunni 2-1 erum við með yfirhöndina í leiknum og búin að snúa honum okkur í vil en þá kemur atvik sem er bolti í hendi eða hvernig sem það var þar sem dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa það en á meðan eru 10 manns á bekknum hjá Keflavík að ráðast að fjórða dómara og þrýsta á hann og þrýsta vítinu í gegn. Og fyrir mér er það bara óboðlegt að svona frammistaða á bekk andstæðings hafi svona mikil áhrif.“ Sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir 3-2 ósigur þeirra gegn Keflavík í Mosfellsbæ í kvöld aðspurður hvort úrslitin væru sanngjörn en var fljótt afvegaleiddur af stóru atviki í leiknum.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  3 Keflavík

Atvikið sem Alexander minnist á er vítaspyrna sem dæmd var eftir um klukkustundarleik þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns í teignum eftir skot. Alexander var ósáttur við viðbrögðin á bekk Keflavíkur og hélt áfram aðspurður hvort um vendipunkt í leiknum væri að ræða.

„Já að sjálfsögðu þetta er stuttu eftir að við komumst í 2-1 og þetta slær okkur svolítið út af laginu. Svo komast þær í 3-2 en við fáum nokkur færi til þess að jafna leikinn. En eins og ég segi þá er þetta algjör vendipunktur í leiknum. “

Afturelding er áfram í fallsæti og þegar leikjum fer fækkandi er ljóst að liðið þarf að setja stig á töfluna ef það ætlar sér að halda sér í deild þeirra bestu. Um framhaldið og hvort um úrslitaleiki væri að ræða sagði Alexander.

„Það eru nokkrir leikir eftir og við getum unnið öll lið í þessari deild og að sama skapi bara tapað. En eins og við horfðum á þetta hérna í dag þá fannst mér við bara vera nokkuð góðar en svona stór ákvörðun er erfið og stundum fellur þetta með manni og ekki og ég er ekkert að væla yfir því. En ég er að væla yfir því hvernig það atvikaðist það er það sem ég er mest ósáttur með.“

Sagði Alexander en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner