Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 16. ágúst 2022 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Alexander Aron: Er að væla yfir því hvernig það atvikaðist
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Alls ekki. Í stöðunni 2-1 erum við með yfirhöndina í leiknum og búin að snúa honum okkur í vil en þá kemur atvik sem er bolti í hendi eða hvernig sem það var þar sem dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa það en á meðan eru 10 manns á bekknum hjá Keflavík að ráðast að fjórða dómara og þrýsta á hann og þrýsta vítinu í gegn. Og fyrir mér er það bara óboðlegt að svona frammistaða á bekk andstæðings hafi svona mikil áhrif.“ Sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir 3-2 ósigur þeirra gegn Keflavík í Mosfellsbæ í kvöld aðspurður hvort úrslitin væru sanngjörn en var fljótt afvegaleiddur af stóru atviki í leiknum.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  3 Keflavík

Atvikið sem Alexander minnist á er vítaspyrna sem dæmd var eftir um klukkustundarleik þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns í teignum eftir skot. Alexander var ósáttur við viðbrögðin á bekk Keflavíkur og hélt áfram aðspurður hvort um vendipunkt í leiknum væri að ræða.

„Já að sjálfsögðu þetta er stuttu eftir að við komumst í 2-1 og þetta slær okkur svolítið út af laginu. Svo komast þær í 3-2 en við fáum nokkur færi til þess að jafna leikinn. En eins og ég segi þá er þetta algjör vendipunktur í leiknum. “

Afturelding er áfram í fallsæti og þegar leikjum fer fækkandi er ljóst að liðið þarf að setja stig á töfluna ef það ætlar sér að halda sér í deild þeirra bestu. Um framhaldið og hvort um úrslitaleiki væri að ræða sagði Alexander.

„Það eru nokkrir leikir eftir og við getum unnið öll lið í þessari deild og að sama skapi bara tapað. En eins og við horfðum á þetta hérna í dag þá fannst mér við bara vera nokkuð góðar en svona stór ákvörðun er erfið og stundum fellur þetta með manni og ekki og ég er ekkert að væla yfir því. En ég er að væla yfir því hvernig það atvikaðist það er það sem ég er mest ósáttur með.“

Sagði Alexander en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner