Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 16. október 2019 21:33
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Vigdís: Var ekkert að stressa mig
Kvenaboltinn
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt en mér fannst við fá mjög ódýr mörk á okkur og gerðum þetta of auðvelt fyrir þær. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir sem stóð í marki Breiðabliks í stórleiknum gegn PSG í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Ásta Vigdís hefur verið varamarkmaður fyrir Sonný Láru Þráinsdóttur í sumar en hefur nú vegna meiðsla Sonnýjar fengið tækifæri í tveimur síðustu Meistaradeildarleikjum Breiðablik. Ásta Vigdís vissi í gær að hún myndi spila í kvöld.

„Taugarnar voru fínar. Ég leit bara á þetta sem venjulegan leik og var ekkert að stressa mig,“ sagði Ásta Vigdís sem átti góðan leik og verður ekki sökuð um mörk PSG í leiknum.

PSG leiddi 3-0 í hálfleik en Blikum tókst betur að eiga við þær í síðari hálfleik.

„Við róuðum okkur aðeins niður. Við vorum kannski svolítið hátt uppi í byrjun en við róuðum okkur og skipulögðum okkur aðeins betur,“ sagði Ásta Vigdís um ólíka hálfleiki leiksins.

Það er óhætt að segja að brekkan sé brött fyrir Blika fyrir síðari viðureign liðanna en Ásta Vigdís er engu síður full tilhlökkunar enda um stærstu leiki ferilsins að ræða fyrir flesta leikmenn Breiðabliks.

„Þetta eru geggjaðir leikir til að spila og við fáum helling út úr því að spila þá.“

Nánar er rætt við Ástu Vigdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner