PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mið 16. október 2019 21:33
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Vigdís: Var ekkert að stressa mig
Kvenaboltinn
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt en mér fannst við fá mjög ódýr mörk á okkur og gerðum þetta of auðvelt fyrir þær. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir sem stóð í marki Breiðabliks í stórleiknum gegn PSG í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Ásta Vigdís hefur verið varamarkmaður fyrir Sonný Láru Þráinsdóttur í sumar en hefur nú vegna meiðsla Sonnýjar fengið tækifæri í tveimur síðustu Meistaradeildarleikjum Breiðablik. Ásta Vigdís vissi í gær að hún myndi spila í kvöld.

„Taugarnar voru fínar. Ég leit bara á þetta sem venjulegan leik og var ekkert að stressa mig,“ sagði Ásta Vigdís sem átti góðan leik og verður ekki sökuð um mörk PSG í leiknum.

PSG leiddi 3-0 í hálfleik en Blikum tókst betur að eiga við þær í síðari hálfleik.

„Við róuðum okkur aðeins niður. Við vorum kannski svolítið hátt uppi í byrjun en við róuðum okkur og skipulögðum okkur aðeins betur,“ sagði Ásta Vigdís um ólíka hálfleiki leiksins.

Það er óhætt að segja að brekkan sé brött fyrir Blika fyrir síðari viðureign liðanna en Ásta Vigdís er engu síður full tilhlökkunar enda um stærstu leiki ferilsins að ræða fyrir flesta leikmenn Breiðabliks.

„Þetta eru geggjaðir leikir til að spila og við fáum helling út úr því að spila þá.“

Nánar er rætt við Ástu Vigdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner