Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   mið 16. október 2019 21:33
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Vigdís: Var ekkert að stressa mig
Kvenaboltinn
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Það var nóg að gera hjá Ástu Vigdísi í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt en mér fannst við fá mjög ódýr mörk á okkur og gerðum þetta of auðvelt fyrir þær. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir sem stóð í marki Breiðabliks í stórleiknum gegn PSG í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Ásta Vigdís hefur verið varamarkmaður fyrir Sonný Láru Þráinsdóttur í sumar en hefur nú vegna meiðsla Sonnýjar fengið tækifæri í tveimur síðustu Meistaradeildarleikjum Breiðablik. Ásta Vigdís vissi í gær að hún myndi spila í kvöld.

„Taugarnar voru fínar. Ég leit bara á þetta sem venjulegan leik og var ekkert að stressa mig,“ sagði Ásta Vigdís sem átti góðan leik og verður ekki sökuð um mörk PSG í leiknum.

PSG leiddi 3-0 í hálfleik en Blikum tókst betur að eiga við þær í síðari hálfleik.

„Við róuðum okkur aðeins niður. Við vorum kannski svolítið hátt uppi í byrjun en við róuðum okkur og skipulögðum okkur aðeins betur,“ sagði Ásta Vigdís um ólíka hálfleiki leiksins.

Það er óhætt að segja að brekkan sé brött fyrir Blika fyrir síðari viðureign liðanna en Ásta Vigdís er engu síður full tilhlökkunar enda um stærstu leiki ferilsins að ræða fyrir flesta leikmenn Breiðabliks.

„Þetta eru geggjaðir leikir til að spila og við fáum helling út úr því að spila þá.“

Nánar er rætt við Ástu Vigdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner