mán 16. desember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
C-deildarfélag Berlusconi bauð Zlatan samning
Mynd: Getty Images
Corriere della Sera greinir frá því að ítalska C-deildarfélagið Monza hafi boðið Zlatan Ibrahimovic tveggja og hálfs árs samning sem gildir þar til í júní 2022.

Markmið Monza er að komast upp í Serie A á tveimur árum og fara því beint upp úr C-deildinni í vor og svo B-deildinni á næsta tímabili.

Zlatan hefur áður spilað fyrir eigendur Monza en það eru Silvio Berlusconi og Adriano Galliani. Berlusconi, sem er fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, var eigandi AC Milan og var Galliani framkvæmdastjóri félagsins í þrjá áratugi.

Litlar sem engar líkur eru á því að Zlatan gangi til liðs við Monza en hann hefur verið orðaður sterklega við endurkomu til AC Milan í janúar. Hann hefur einnig verið orðaður við Bologna vegna sambands hans við Sinisa Mihajlovic þjálfara, sem hefur verið að berjast við hvítblæði undanfarna mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner