Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 17. maí 2021 21:16
Sverrir Örn Einarsson
Haddi: Sýnist við bara vera búnir að skapa lið fyrir norðan
Hallgrímur Jónasson
Hallgrímur Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf gaman að koma í Keflavík, gott veður og völlurinn fínn. Ég er mjög ánæður með frammistöðuna,við vinnum, skorum fjögur mörk og hefðum getað sett fleiri þannig að við erum virkilega ánægðir með góða frammistöðu á móti spræku Keflavíkurliði,“
sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 4-1 sigur KA á Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 KA

KA hefur eftir leikinn 10 stig og deilir toppsætinu með alls þremur öðrum liðum. KA gerði alls 12 jafntefli á síðasta leiktímabili og hefur jafnað sigrafjölda sinn í 18 leikjum í fyrra í fyrstu 4 þetta árið. Hver er helsti munurinn á liðinu að mati Hadda?

„Það er margt sem gerist í fyrra, verða þjálfarskipti og fleira en mér sýnist við bara vera búnir að skapa lið fyrir norðan. Þetta er orðið svona allir að vinna fyrir hvorn annan, allir með sín hlutverk á hreinu. Við höfum vitað síðustu ár að við höfum gæði fram á við en hefur kannski vantað aðeins að vinna saman sem alvöru lið.“

Næsti leikur KA er næstkomandi föstudag þar sem liðið tekur á móti Víkingum sem líkt og KA er með 10 stig við topp deildarinnar. Leikurinn fer að öllum líkindum fram á Dalvík sem er líklega ekki vant að hýsa toppslag í Pepsi Max deildinni.

„Já það er bara hörkuleikur. Víkingarnir líta mjög vel út en það gekk síðast vel á Dalvík þannig að ég held að það sé bara fín niðurstaða að við förum þangað og spilum góðan leik. “

Sagði Haddi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner