Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 17. maí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Duglegir að taka ofmatsskotæfingarnar sínar"
Þorri að fagna og Nökkvi á leiðinni til hans
Þorri að fagna og Nökkvi á leiðinni til hans
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dalvísku tvíburarnir, þeir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissynir, hafa leikið vel með KA í upphafi tímabilsins. Þeir eru liðsfélagar Steinþórs Más Auðunssonar sem verður í þessari grein kallaður Stubbur. Stubbur ræddi við Fótbolta.net í gær og var spurður út í tvíburana.

Sjá einnig:
Var hálfþungur bæði andlega og líkamlega vegna meiðsla - „Gat varla stigið í fótinn"

Sérðu einhvern mun á þeim í hópnum eða eru þeir aðallega að blómstra inn á vellinum?

„Þeir eru bara að blómstra alls staðar, innan vallar og utan vallar. Þeir eru duglegir að taka ofmatsskotæfingarnar sínar aukalega," sagði Stubbur. Sagðiru ofmatsskotæfingarnar?

„Já, ég kalla þetta ofmatsskotin. Ég er bara að stríða þeim því þeir eru svo fljótir upp sem veldur því að það er mjög gaman að pota í þá og stríða þeim. Þeir eru reyndar farnir að læra aðeins á mig og taka þessu ekki alveg jafnalvarlega og þeir gerðu fyrst," sagði Stubbur léttur.

„Nei nei, þeir haga sér eins og atvinumenn og sinna þessu mjög vel. Nökkvi, sérstaklega eftir að hann varð 100% heill í lok síðasta tímabils, er búinn að vera virkilega góður frá þeim tímapunkti. Hann heldur áfram að skora, leggja upp og fiska víti."

„Þorri er alltaf solid fyrir utan kannski þetta eina víti á móti Skaganum. Þeir eru báðir bara helvíti flottir,"
sagði Stubbur.
Athugasemdir
banner
banner