Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 17. september 2017 19:08
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Milos: Mínir menn fóru ekki eftir fyrirmælum
Milos var óánægður með sína menn í dag
Milos var óánægður með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks var óánægður með sína menn er liðið tapaði gegn Grindavík, 4-3 í dag. Stífur vindur var á annað mark vallarins og setti það strik sinn í reikninginn.

„Veðrið stjórnaði því hver yrði með yfirhöndina í hálfleikunum. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en við komumst yfir og gátum komið í veg fyrir jöfnunarmarkið auðveldlega. Þeir voru með væna forystu, 3-1. Bara verðskuldað," sagði Milos.

Líkt og áður segir var afleitt veður í Grindavík í dag. Stífur vindur á annað markið og ringdi duglega.

„Ég vil byrja á að segja að ég get ekki svarað þessu. Ég var ekki að spila, ég var á hliðarlínunni. Ef ég þarf að velja veður til þess að spila fótboltaleiki þá myndi ég ekki sjálfur gera það. Margir myndu segja að ég sé að væla. Engu að síður fannst mér við alltof klaufalegir og alltof mörg einstaklingsmistök til þess að vinna gott lið eins og Grindavík. Við þurfum að vera raunhæfir og horfa í augun á hvorum öðrum og spyrja sig afhverju okkar bestu menn eru að gera mistök. Ég get ekki annað sagt en að þetta er einbeitningarleysi eða sakna þess að komast í frí sem fyrst. Eins og staðan er, erum við í skítamálum."

Breiðablik sótti töluvert á mark Grindavíkur með vindinn í bakið í seinni hálfleik í stöðunni 3-2. Það voru hins vegar Grindvíkingar sem juku muninn og komust í 4-2.

„Það má alveg segja fyrir þennan leik. Þeir eru með Andra en ekki við. Við fengum fullt af færum og meira að segja hálfs metra færi en náum ekki að skora."

Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk í kvöld og er nú kominn með 18 mörk í deildinni. Aðeins eitt mark vantar upp á að jafna markametið fræga. Milos var óánægður með sína menn sem fylgdu ekki fyrirmælum í að stoppa framherjann.

„Það er alls ekki erfitt að leggja upp leik. En það er erfitt að fá menn að fókusera menn á það sem á að gera. Mjög einfalt að passa upp á Andra. Ég ætla ekki að segja það núna því það lítur ekki þannig út. Hann skoraði tvö mörk. En ég get alveg sagt frá A-Ö að mínir menn fóru ekki eftir fyrirmælum í fyrsta skiptið í sumar."

Milos skynjar það að leikmenn Breiðabliks vilji komast sem fyrst í sumarfrí.

„Það leit þannig út í minnsta kosti í 25 mínútur á móti KR og svo vorum við að vorkenna okkur því það var vont veður í upphafi. Þegar við áttum okkur svo á því að við þurfum að spila þá er það orðið seint."

Leiknum í dag var seinkað vegna þess að myndatökumaður var seinn á leikinn. Milos telur þó að það hafi ekki truflað undirbúninginn fyrir leikinn.

„Nei alls ekki. En þetta er bara, að sjónvarpsstofa geti stoppað hvenær leikur byrjar. Svona er þetta. Við erum á Íslandi, ekki á Spáni."
Athugasemdir
banner
banner
banner