Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 17. september 2021 13:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Borg: Innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings
Arnór í viðtali í dag.
Arnór í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen er genginn í raðir Víkings og skrifar undir þriggja ára samning. Hann kemur frá Fylki þar sem hann hefur verið frá því snemma síðasta sumar.

Haldinn var fréttamannafundur í Víkinni í dag og ræddi Fótbolti.net við Arnór um skiptin.

„Ég er mjög ánægður og mjög spenntur. Ég er búinn að hugsa um þetta í langan tíma, það hefur verið áhugi frá öðrum liðum og á endanum fannst mér þetta vera besta leiðin fyrir mig til að taka næsta skref," sagði Arnór.

Arnór segist stefna aftur út í atvinnumennsku en hann var á mála hjá Swansea áður en hann gekk í raðir Fylkis.

Arnór fór í aðgerð vegna nára kviðslits fyrir þremur dögum og er að ná sér eftir hana. Endurhæfingin á að taka á bilinu 4-6 vikur. Meiðslin hefur hann glímt við síðan snemma á þessu ári.

„Það er klárlega léttir að fá svör við því hvað hefur verið að hrjá mig. Ég er búinn að hitta mikið af læknum og sjúkraþjálfum. Það er geggjað að það sé búið að laga þetta."

Eru einhverjir einstaklingar sem hjálpa þér að taka þessa ákvörðun, kannski pabbi þinn?

„Já, klárlega. Ég, pabbi og bróðir minn fórum yfir þetta. Á endanum tók ég ákvörðunina sjálfur."

Arnór var orðaður við FH og Breiðablik í sumar. Fóru þær viðræður langt?

„Já, ég var búinn að fá að tala við bæði félög, þetta eru allt flottir klúbbar og flottir þjálfarar. Þetta var ekki auðvelt val en innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings og ég treysti því."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner