Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fös 17. september 2021 13:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Borg: Innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings
Arnór í viðtali í dag.
Arnór í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen er genginn í raðir Víkings og skrifar undir þriggja ára samning. Hann kemur frá Fylki þar sem hann hefur verið frá því snemma síðasta sumar.

Haldinn var fréttamannafundur í Víkinni í dag og ræddi Fótbolti.net við Arnór um skiptin.

„Ég er mjög ánægður og mjög spenntur. Ég er búinn að hugsa um þetta í langan tíma, það hefur verið áhugi frá öðrum liðum og á endanum fannst mér þetta vera besta leiðin fyrir mig til að taka næsta skref," sagði Arnór.

Arnór segist stefna aftur út í atvinnumennsku en hann var á mála hjá Swansea áður en hann gekk í raðir Fylkis.

Arnór fór í aðgerð vegna nára kviðslits fyrir þremur dögum og er að ná sér eftir hana. Endurhæfingin á að taka á bilinu 4-6 vikur. Meiðslin hefur hann glímt við síðan snemma á þessu ári.

„Það er klárlega léttir að fá svör við því hvað hefur verið að hrjá mig. Ég er búinn að hitta mikið af læknum og sjúkraþjálfum. Það er geggjað að það sé búið að laga þetta."

Eru einhverjir einstaklingar sem hjálpa þér að taka þessa ákvörðun, kannski pabbi þinn?

„Já, klárlega. Ég, pabbi og bróðir minn fórum yfir þetta. Á endanum tók ég ákvörðunina sjálfur."

Arnór var orðaður við FH og Breiðablik í sumar. Fóru þær viðræður langt?

„Já, ég var búinn að fá að tala við bæði félög, þetta eru allt flottir klúbbar og flottir þjálfarar. Þetta var ekki auðvelt val en innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings og ég treysti því."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner