Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 17. september 2021 13:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Borg: Innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings
Arnór í viðtali í dag.
Arnór í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen er genginn í raðir Víkings og skrifar undir þriggja ára samning. Hann kemur frá Fylki þar sem hann hefur verið frá því snemma síðasta sumar.

Haldinn var fréttamannafundur í Víkinni í dag og ræddi Fótbolti.net við Arnór um skiptin.

„Ég er mjög ánægður og mjög spenntur. Ég er búinn að hugsa um þetta í langan tíma, það hefur verið áhugi frá öðrum liðum og á endanum fannst mér þetta vera besta leiðin fyrir mig til að taka næsta skref," sagði Arnór.

Arnór segist stefna aftur út í atvinnumennsku en hann var á mála hjá Swansea áður en hann gekk í raðir Fylkis.

Arnór fór í aðgerð vegna nára kviðslits fyrir þremur dögum og er að ná sér eftir hana. Endurhæfingin á að taka á bilinu 4-6 vikur. Meiðslin hefur hann glímt við síðan snemma á þessu ári.

„Það er klárlega léttir að fá svör við því hvað hefur verið að hrjá mig. Ég er búinn að hitta mikið af læknum og sjúkraþjálfum. Það er geggjað að það sé búið að laga þetta."

Eru einhverjir einstaklingar sem hjálpa þér að taka þessa ákvörðun, kannski pabbi þinn?

„Já, klárlega. Ég, pabbi og bróðir minn fórum yfir þetta. Á endanum tók ég ákvörðunina sjálfur."

Arnór var orðaður við FH og Breiðablik í sumar. Fóru þær viðræður langt?

„Já, ég var búinn að fá að tala við bæði félög, þetta eru allt flottir klúbbar og flottir þjálfarar. Þetta var ekki auðvelt val en innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings og ég treysti því."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner