Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. september 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leyfði Frank að færa Toney fréttirnar af landsliðsvalinu
Mynd: Getty Images

Ivan Toney var valinn í enska landsliðið fyrir leiki gegn Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði.


Það þýðir að Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari landsliðs Jamaíka mun ekki geta valið Toney í sinn hóp ef hann nær að spila keppnisleik fyrir landslið Englands.

Toney er gjaldgengur í landslið Jamaíka þar sem hann á ættir sínar að rekja þangað.

Thomas Frank stjóri Brentford er hins vegar hæst ánægður fyrir hönd Toney og mjög stoltur að Southgate hafi leyft sér að tilkynna Toney um valið.

„Southgate sýndi hversu frábær manneskja hann er, hann sendi mér skilaboð um morguninn og sagði „Þú mátt segja Ivan fréttirnar. Við stjórarnir fáum ekki oft að segja góðu fréttirnar. Oftast ef þeir eru ekki að spila eða við þurfum að gagnrýna þá," sagði Frank.


Athugasemdir
banner
banner