Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   sun 17. september 2023 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Markverðirnir í aðalhlutverki á Vitality vellinum
Mynd: EPA

Bournemouth 0 - 0 Chelsea


Bournemouth og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Vitality vellinum í dag.

Leikurinn var mjög bragðdaufur framan af en Levi Colwill kom boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks eftir að skot úr aukaspyrnu frá Raheem Sterling fór í slána. Colwill var hins vegar dæmdur rangstæður og markið ógilt.

Það lifnaði við leiknum undir lokin en Dominic Solanke var nálægt því að koma Bournemouth yfir á 80. mínútu en Sanchez teigði sig í boltann með fætinum og varði glæsilega.

Cole Palmer kom inn á sem varamaður í liði Chelsea og hann komst í færi eftir gott samspil með Sterling en Neto varði stórkostlega af stuttu færi.

Hvorugu liðinu tókst að sigra markmennina svo markalaust jafntefli varð niðurstaðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner