Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
Ákvörðunin kom Rúnari á óvart - „Sjá KR-liðið í höndum einhvers annars"
   sun 17. september 2023 16:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gulli Gunnleifs: Ég get ekki hætt að brosa
watermark Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég get ekki hætt að brosa," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks, eftir langþráðan sigur þegar Blikar lögðu Stjörnuna 2-0 á Kópavogsvelli í dag í baráttunni um Evrópusæti.

„Þetta er bara rosalegur léttir fyrst og fremst og svo bara stolt. Stoltur af stelpunum."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Þetta skiptir öllu máli [fyrir hópinn], við sem lifum og hrærumst í fótbolta, daglegt líf snýst svolítið um hvort við vinnum eða töpum sko, eins barnalegt og það er, en þetta skiptir öllu máli fyrir okkur," sagði Gulli.

„Sigrar gefa sjálfstraust fyrir utan gleðina, það kemur pása núna, við getum notið þess líka bara. Við ætlum bara að njóta þess að hafa unnið, bara á morgun líka meira að segja, það er bara allt í lagi. Svo reynum við að byggja ofan á þetta."

Breiðabliksliðið var skipulagt til baka og vörðust mest allan leikinn og beittu svo skyndisóknum. Það var uppleggið og gekk fullkomlega upp.

„Við erum búnar að fá mikið af mörkum á okkur undanfarið og þurftum að þétta það. Mér fannst það fallegt, græna hjartað var ofboðslega fallegt í stelpunum og liðinu og við unnum þetta bara sanngjarnt," sagði Gulli.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner