Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Óskar Hrafn: Þurfum að vera harðari og stoltir af því að vera KR-ingar
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Pétur Péturs: Kominn tími á hana að hitta hann almennilega með vinstri
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
banner
   sun 17. september 2023 16:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gulli Gunnleifs: Ég get ekki hætt að brosa
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég get ekki hætt að brosa," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks, eftir langþráðan sigur þegar Blikar lögðu Stjörnuna 2-0 á Kópavogsvelli í dag í baráttunni um Evrópusæti.

„Þetta er bara rosalegur léttir fyrst og fremst og svo bara stolt. Stoltur af stelpunum."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Þetta skiptir öllu máli [fyrir hópinn], við sem lifum og hrærumst í fótbolta, daglegt líf snýst svolítið um hvort við vinnum eða töpum sko, eins barnalegt og það er, en þetta skiptir öllu máli fyrir okkur," sagði Gulli.

„Sigrar gefa sjálfstraust fyrir utan gleðina, það kemur pása núna, við getum notið þess líka bara. Við ætlum bara að njóta þess að hafa unnið, bara á morgun líka meira að segja, það er bara allt í lagi. Svo reynum við að byggja ofan á þetta."

Breiðabliksliðið var skipulagt til baka og vörðust mest allan leikinn og beittu svo skyndisóknum. Það var uppleggið og gekk fullkomlega upp.

„Við erum búnar að fá mikið af mörkum á okkur undanfarið og þurftum að þétta það. Mér fannst það fallegt, græna hjartað var ofboðslega fallegt í stelpunum og liðinu og við unnum þetta bara sanngjarnt," sagði Gulli.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner