Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 17. október 2020 17:09
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Reiknar með að Hamren hætti ef ekki vinnst sigur í Ungverjalandi
Icelandair
Erik Hamren og Gylfi Þór Sigurðsson.
Erik Hamren og Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson býst við því að Erik Hamren hætti sem landsliðsþjálfari ef Ísland vinnur ekki Ungverjaland í hreinum úrslitaleik um að komast á EM.

„Verkefnið sem Erik fékk var að koma þessu liði, þessum mannskap, á EM. Gamla bandið á að fara á EM. Um leið og lokakeppni EM er búin hjá okkur þá býst ég við því að hann kveðji. Ef það fer illa í Ungverjalandi þá býst ég við að hann hætti. Ég geri ráð fyrir því," segir Kristján í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Þetta var hans verkefni en ef Guðni (Bergsson) og Erik eru tilbúnir að fara í það verkefni að byggja upp nýtt lið saman þá verður það örugglega rætt, en þetta var verkefni hans."

Ísland heimsækir Ungverjaland í næsta mánuði.

Telur Ungverja sigurstranglegri
Kristján telur að Ungverjaland sé með 60-70% sigurlíkur gegn Íslendingum.

„Við höfum séð viljann og karakterinn í íslenska hópnum. Í þessum leik gegn Rúmenum og svo viðbrögðunum í Belgaleiknum. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn í Ungverjalandi þó ég reyndar telji að Ungverjarnir séu sigurstranglegri," segir Kristján.

„Þetta með 'gamla bandið' er ekki bara því þeir eru gamlir og kunna þetta. Þeir eru góðir í fótbolta ennþá. Það má ekki gleymast. Við erum með hörkugóða gæja og möguleikarnir á að komast á EM eru 30-40%, ég ætla ekki að fara lengra með það. Við þurfum að eiga góðan leik, leggja leikinn rétt upp og hafa heppnina með okkur."

Þegar meðlimirnir úr 'Gamla bandinu' kveðja
Það er stutt í að það verði ákveðin kynslóðaskipti í íslenska liðinu og Kristján var spurður út í það hvað myndi gerast þegar menn úr 'Gamla bandinu' fara að kveðja?

„Það verða breytingar held ég hvað varðar markvörslu og hafsenta. Rúnar Alex gefur okkur meiri dýpt upp á að halda boltanum og spila með fótunum. Miðjan ætti að halda sér en ef Aron Einar fær að hægja á sér verður það þá Birkir (Bjarnason) sem tekur plássið? Eða kemur Gulli (Guðlaugur Victor) þangað og Alfons (Sampsted) jafnvel inn í bakvörðinn? Ég vona að Jói Berg nái sér og spili meira fyrir okkur, ég vona það líka með Alfreð því ég tel að hann eigi enn meira inni sem landsliðsmaður."

„Af þessum yngri þá finnst mér Jón Dagur Þorsteinsson spennandi. Svo ertu með Andra Fannar á Ítalíu. Hvað er hann kominn langt? Albert (Guðmundsson) er með karakterinn að spila í landsliðinu og við þurfum að sjá hann halda sér heilum og spila leik eftir leik, sjá hvernig hann þroskast í vetur," segir Kristján Guðmundsson.
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, ástandið og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner