sun 17. október 2021 22:16
Victor Pálsson
Vieira: Ég var bara að tjá mig sem fyrrum leikmaður Arsenal
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace og fyrrum leikmaður Arsenal, tjáði sig fyrr á árinu um möguleg kaup Daniel Ek, eiganda Spotify, á Arsenal en hann reyndi að eignast félagið í sumar.

Ek er sjálfur stuðningsmaður Arsenal og var með stuðning Vieira sem var þá ekki í starfi í sömu deild og Arsenal, ensku úrvalsdeildinni.

Vieira var ráðinn til starfa hjá Palace fyrir þetta tímabil en hann var hrifinn af þeirri hugmydn að Ek myndi eignast Arsenal sem er í eigu Kroenke fjölskyldunnar.

Í dag vill Vieira lítið tjá sig um mögulega eigandaskipti en hann mætir sínu fyrrum félagi á mánudaginn þar sem hann lék í heil níu ár.

„Ég var bara að tjá mig sem Patrick, fyrrum leikmaður Arsenal. Þessi ummæli voru tengd stefnu félagsins,“ sagði Vieira.

„Ég var að tala við einhvern sem var með öðruvísi skoðun á stefnu Arsenal og hvernig ætti að taka liðið lengra. Ég er í annarri stöðu í dag en fyrir nokkrum mánuðum.“

„Ég ætla því ekki að tjá mig á sama máta því þarna var ég bara fyrrum leikmaður Arsenal.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner