Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   þri 18. janúar 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Gauti: Ef ekki núna, hvenær þá?
Arnór í treyju Hönefoss
Arnór í treyju Hönefoss
Mynd: Hönefoss
Arnór Gauti Ragnarsson var í síðustu viku kynntur sem nýr leikmaður Hönefoss í Noregi. Hönefoss spilar í fjórðu efstu deild og var í efstu deild síðast árið 2013. Aðstoðarþjálfari liðsins er Marko Valdimar Jankovic, sonur Milan Stefáns Jankovic.

Arnór er 24 ára gamall sóknarmaður og kemur til Hönefoss frá Fylki. Síðasta sumar lék Arnór með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu á láni en hann var að koma til baka eftir meiðsli.

„Það er góð spurning hvað kemur til, ég veit það nánast ekki sjálfur. Ég fékk símhringingu seint í desember um að það væri tækifæri á Norðurlöndunum. Hönefoss og tvö önnur lið komu til greina. Ég setti í samninginn við Fylki að ég mætti fara ef eitthvað skemmtilegt myndi koma upp. Ég var bara svo hrifinn af Hönefoss að ég ákvað að láta vaða á þetta. Ef ekki núna, hvenær þá?" sagði Arnór Gauti Ragnarsson við Fótbolta.net.

„Þetta kemur upp í gegnum minn fyrrum þjálfara, Albert. Abbi hringir í mig og segir mér frá þessu. Þetta hefði aldrei getað gerst ef það hefði ekki verið fyrir sumar með Magga Má og Aftureldingu. Ég tek mikið með mér frá honum í næsta verkefni."

„Ég held að Marko hafði mikið að segja hver myndi koma til félagsins og hver ekki. Þetta er samningur út tímabilið - til desember. Það er þvílík saga með Hönefoss og þeir stefna upp á við. Þeir voru einum leik frá því í fyrra og það vantaði framherja til að klára dæmið. Við stefnum upp,"
sagði Arnór Gauti.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner