Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í bandaríkjunum.
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
   lau 18. mars 2023 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mér líður samt eins og við höfum tapað frekar en að Valur hafi unnið"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Arnar ræðir m.a. um meiðsli Kyle í viðtalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, bæði lið fengu hálf færi og færi. Í seinni fannst mér við stjórna leiknum og Valur bakkaði, voru mjög þéttir fyrir, voru að beita skyndisóknum og voru alltaf hættulegir í þeim aðgerðum. Mér leið eins og það væri alltaf eitt sekúndubrot í að við myndum skora. Svo stefndi þetta í vítakeppni, en því miður skoraði Valur sigurmarkið í uppbótartíma," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið gegn Val í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

Víkingur sótti meira í leiknum en tókst ekki að eiga skot sem Frederik Schram í marki Vals þurfti að verja.

„Við vorum í góðum stöðum, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur oftar. Það var smá vetrarbragur á skotunum okkar, mögulega vorum við ekki að fylla boxið nægilega vel þegar fyrirgjafirnar komu. Mér fannst líka vanta aðeins meiri gæði í fyrirgjafirnar sjálfar."

„Heilt yfir fannst mér þetta mjög góð frammistaða á móti strákunum gegn sterku liði Vals. Mér fannst við sterkari aðilinn á boltann en við hefðum mátt testa Frederik aðeins meira."


Víkingsliðið náði ekki að nýta hröðu upphlaupin nægilega vel og voru Víkingar oft á tíðum of lengi að ná góðu uppspili sem varð til þess að Valur náði að stilla upp í þéttan varnarmúr.

„Það vantaði, maður var mikið að öskra að það þyrfti meira tempó á boltann. Við breyttum aðeins í hálfleik og mér fannst ganga betur í seinni hálfleik. Þeir eru mjög fljótir að falla niður, eru mjög þéttir og skeinuhættir í sínum aðgerðum."

„Hrós á þá en mér líður samt eins og við höfum tapað leiknum frekar en að Valur hafi unnið hann,"
sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Arnar ræðir meira um leikinn, meiðsli leikmanna og ýmislegt annað.
Athugasemdir
banner
banner