Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 18. júní 2015 22:27
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Grétars: Fannst við eiga miklu meira skilið
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er aldrei krísufundur, við vorum bara rétt að ræða leikinn," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tapið á KA í kvöld eftir að hafa fundað með sínum mönnum eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KA

„KA menn eiga heiður skilinn. Þeir börðust um hvern einasta bolta og uppskera að komast áfram. Mér fannst við eiga miklu meira skilið en að tapa miðað við öll færin. Það er með ólíkindum að við höfum ekki komið boltanum í netið en þetta var stöngin út. Auðvitað er maður drullusvekktur."

Arnar gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði Breiðabliks. Var hann að vanmeta lið KA?

„Nei, enganveginn. Það voru ákveðnir menn búnir að spila mikið af leikjum og ef ég hefði spilað þeim þá hefðu þeir ekki getað spilað á sunnudaginn. Við erum með það stóran hóp að liðið veiktist nánast ekkert við þetta."

Breiðablik heimsækir FH í toppslag í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og Arnar vonar að 120 mínúturnar eigi ekki eftir að sitja í mönnum þar.

„Ég vona innilega að svo verði ekki. Auðvitað hefði ég kosið að við hefðum spilað 90 og farið áfram. Þetta er kannski versta niðurstaðan, fara í 120 mínútur og tapa. Við þurfum að hugsa um okkur og koma grjótharðir í leikinn á sunnudaginn."

Orðrómur hefur verið um að Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, muni koma til Breiðabliks í glugganum. Er það rétt? „Það verður að koma í ljós hvað gerist. Við höfum sagt lengi að við ætlum að finna einn til að styrkja hópinn og hver það verður kemur í ljós í glugganum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner