Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   fim 18. júní 2015 22:27
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Grétars: Fannst við eiga miklu meira skilið
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er aldrei krísufundur, við vorum bara rétt að ræða leikinn," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tapið á KA í kvöld eftir að hafa fundað með sínum mönnum eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KA

„KA menn eiga heiður skilinn. Þeir börðust um hvern einasta bolta og uppskera að komast áfram. Mér fannst við eiga miklu meira skilið en að tapa miðað við öll færin. Það er með ólíkindum að við höfum ekki komið boltanum í netið en þetta var stöngin út. Auðvitað er maður drullusvekktur."

Arnar gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði Breiðabliks. Var hann að vanmeta lið KA?

„Nei, enganveginn. Það voru ákveðnir menn búnir að spila mikið af leikjum og ef ég hefði spilað þeim þá hefðu þeir ekki getað spilað á sunnudaginn. Við erum með það stóran hóp að liðið veiktist nánast ekkert við þetta."

Breiðablik heimsækir FH í toppslag í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og Arnar vonar að 120 mínúturnar eigi ekki eftir að sitja í mönnum þar.

„Ég vona innilega að svo verði ekki. Auðvitað hefði ég kosið að við hefðum spilað 90 og farið áfram. Þetta er kannski versta niðurstaðan, fara í 120 mínútur og tapa. Við þurfum að hugsa um okkur og koma grjótharðir í leikinn á sunnudaginn."

Orðrómur hefur verið um að Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, muni koma til Breiðabliks í glugganum. Er það rétt? „Það verður að koma í ljós hvað gerist. Við höfum sagt lengi að við ætlum að finna einn til að styrkja hópinn og hver það verður kemur í ljós í glugganum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner