Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
   þri 18. júní 2024 22:28
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði fyrir HK á Lambhagavelli.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Ofboðslega svekkjandi að tapa. Við vorum í góðri stöðu eftir góðan fyrri hálfleik og hefðum kannski átt að vera tvö eða þrjú, núll yfir. Við byrjum síðari hálfleikinn ágætlega, pressum þá og erum að reyna að gera þeim erfitt fyrir í vindinum sem þeir voru að sækja gegn en það var nú aðeins auðveldara að sækja gegn vindinum en með honum. Þannig að þeim tókst að búa til miklu meira í síðari hálfleiknum heldur en þeim tókst í fyrri. Svo er þetta náttúrulega heppnis mark sem þeir skora sem náttúrulega breytir leiknum."

Framarar voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik en staðan var bara 1-0 í hálfleik. Þeir naga sig núna líkast til í handabökin að hafa ekki bara klárað leikinn þá.

„Við hefðum allaveg getað komið okkur í betri stöðu, ég segi kannski ekki 3-0 en 2-0 hefði ekki verið óeðlilegt. En HK gafst ekki upp, þeir snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik, svo þegar leið á hann voru þeir að ógna töluvert meira en við og komust í hættulegri færi. Alltaf fúlt að fá á sig mark eins og fyrra markið er, sjálfsmark sem er skotið í Brynar greyið sem getur ekkert gert og boltinn hrekkur í markið. Svo skora þeir úr föstu leikatriði og klára leikinn. Við eigum einhverjar 10 hornspyrnur þarna í restina, síðustu 6-7 mínúturnar og það er allt í slánna og framhjá. Þetta var bara einn af þessum dögum þar sem boltinn datt bara ekki í netið fyrir okkur, við áttum svo sannarlega færi til þess."

Fram hefur núna ekki unnið í deildinni 5 leiki í röð. Eftir sterka byrjun er það ákveðin vonbrigði.

„Við erum bara í verkefni hérna að reyna að vera betri en við höfum verið áður. Við erum á ágætis leið með það. Við þurfum að gera betur bara, við þurfum að nýta færin betur og svo þurfum að við að verjast betur eins og við gerðum í byrjun. Það er margt sem við getum lagað. Við erum náttúrulega búnir að vera án Jannik Pohl í 9 leikjum í deildinni af 10 og við erum búnir að vera án Kennie (Chopart) í 6 leikjum af 10. Þetta eru lykilmenn í Fram liðinu sem við höfum ekki getað nýtt. Fyrir vikið þá kannski fer ákveðinn broddur úr bæði sterkum varnaleik með Kennie og sóknarleik sem Jannik getur boðið upp á með sínum hraða. Þannig að vonandi að þeir hjálpi okkur með að taka skrefið upp á við og vera eins og við vorum í byrjun móts. En það er margt annað sem þarf að laga."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner