Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
banner
   þri 18. júlí 2023 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jason Daði svekktur að skora ekki fleiri - „Hann fær sitt kredit"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik vann Shamrock Rovers 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld og tryggðu sér þar með í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir FCK.

Jason Daði Svanþórsson kom liðinu yfir í kvöld.


„Þetta er yndisleg tilfinning. Þegar maður leggur mikið á sig er gaman að uppskera en við ætlum okkur ennþá lengra. Það er alltaf ógeðslega gaman að vinna í Evrópu, það er eitthvað extra við það," sagði Jason Daði.

„Ég sá Oliver pikka honum og ég fékk hann. Þá dettur maður í eitthvað flæði og svo setur maður hann í fjær, bara geggjað. Þetta hefði ekki gerst nema hann (Oliver) hefði ekki pikkað í hann þannig hann fær sitt kredit," sagði Jason.

Hann hefði viljað skora fleiri mörk í kvöld.

„Að sjálfsögðu, ég verð að gera betur. Við hefðum getað klárað leikinn mun fyrr ef ég hefði klárað þessi færi. Ég verð að sjá hvað ég gerði vitlaust í þeim færum og gera betur næst."

Mosfellingurinn Jason Daði vonast til að sjá aðra Mosfellinga eins og faðir hans Svanþór fasteignasala og Steinda Jr. á Parken.

„Já, þeir láta sig ekki vanta," sagði Jason að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner