Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   þri 18. júlí 2023 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jason Daði svekktur að skora ekki fleiri - „Hann fær sitt kredit"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik vann Shamrock Rovers 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld og tryggðu sér þar með í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir FCK.

Jason Daði Svanþórsson kom liðinu yfir í kvöld.


„Þetta er yndisleg tilfinning. Þegar maður leggur mikið á sig er gaman að uppskera en við ætlum okkur ennþá lengra. Það er alltaf ógeðslega gaman að vinna í Evrópu, það er eitthvað extra við það," sagði Jason Daði.

„Ég sá Oliver pikka honum og ég fékk hann. Þá dettur maður í eitthvað flæði og svo setur maður hann í fjær, bara geggjað. Þetta hefði ekki gerst nema hann (Oliver) hefði ekki pikkað í hann þannig hann fær sitt kredit," sagði Jason.

Hann hefði viljað skora fleiri mörk í kvöld.

„Að sjálfsögðu, ég verð að gera betur. Við hefðum getað klárað leikinn mun fyrr ef ég hefði klárað þessi færi. Ég verð að sjá hvað ég gerði vitlaust í þeim færum og gera betur næst."

Mosfellingurinn Jason Daði vonast til að sjá aðra Mosfellinga eins og faðir hans Svanþór fasteignasala og Steinda Jr. á Parken.

„Já, þeir láta sig ekki vanta," sagði Jason að lokum.


Athugasemdir