Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   þri 18. júlí 2023 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jason Daði svekktur að skora ekki fleiri - „Hann fær sitt kredit"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik vann Shamrock Rovers 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld og tryggðu sér þar með í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir FCK.

Jason Daði Svanþórsson kom liðinu yfir í kvöld.


„Þetta er yndisleg tilfinning. Þegar maður leggur mikið á sig er gaman að uppskera en við ætlum okkur ennþá lengra. Það er alltaf ógeðslega gaman að vinna í Evrópu, það er eitthvað extra við það," sagði Jason Daði.

„Ég sá Oliver pikka honum og ég fékk hann. Þá dettur maður í eitthvað flæði og svo setur maður hann í fjær, bara geggjað. Þetta hefði ekki gerst nema hann (Oliver) hefði ekki pikkað í hann þannig hann fær sitt kredit," sagði Jason.

Hann hefði viljað skora fleiri mörk í kvöld.

„Að sjálfsögðu, ég verð að gera betur. Við hefðum getað klárað leikinn mun fyrr ef ég hefði klárað þessi færi. Ég verð að sjá hvað ég gerði vitlaust í þeim færum og gera betur næst."

Mosfellingurinn Jason Daði vonast til að sjá aðra Mosfellinga eins og faðir hans Svanþór fasteignasala og Steinda Jr. á Parken.

„Já, þeir láta sig ekki vanta," sagði Jason að lokum.


Athugasemdir