Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. september 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona undirbýr nýjan samning fyrir Ansu Fati
Ansu Fati var í byrjunarliði Barcelona sem gerði markalaust jafntefli gegn Dortmund í gærkvöldi.
Ansu Fati var í byrjunarliði Barcelona sem gerði markalaust jafntefli gegn Dortmund í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Barcelona mun bjóða ungstirni sínu Ansu Fati nýjan samning á næstu dögum eftir frábæra byrjun hans á tímabilinu. Frá þessu greina fjölmiðlar á Spáni.

Fati verður 17 ára gamall í lok október og er búinn að gera tvö mörk í þremur deildarleikjum í fjarveru Lionel Messi sem er að ná sér aftur af meiðslum.

Góð byrjun Fati hefur vakið athygli og ætlar Barca að bjóða honum samning til 2024, með 100 milljón evra söluákvæði. Þá mun hann fá 700 þúsund evrur í bónus fyrir að skrifa undir samninginn, sem samsvarar næstum 100 milljónum króna.

Braima, bróðir Ansu, er einnig á mála hjá Barca. Hann er úti á láni og rennur samningur hans við félagið út eftir tímabilið. Barcelona mun framlengja samninginn hans um þrjú ár ef Ansu skrifar undir.

Rodrigo Messi, bróðir Lionel, er að aðstoða Gíneumanninn unga í samningsviðræðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner