Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. október 2020 06:00
Victor Pálsson
Zidane vill halda Jovic
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, vill halda framherjanum Luka Jovic hjá félaginu þrátt fyrir sögusagnir um annað.

Jovic hefur ekki náð sér á strik á Spáni eftir komu frá Frankfurt í fyrra og er ekki fyrsti maður á blað hjá Zidane.

Frakkinn segist þó ekki vilja missa leikmanninn sem skoraði aðeins tvö mörk í 27 leikjum fyrir liðið.

„Þær samræður sem ég á við leikmenn eru okkar á milli. Þetta eru einkasamtöl sem gerast í búningsklefanum og verða þar áfram," sagði Zidane.

„Ég mun ekki tjá mig um hvað er í gangi fyrir utan félagið, ég vil taka um knattspyrnumennina og það er það eina."

„Jovic er leikmaður Real Madrid og ég vil halda honum. Margir hafa skoðanir og hafa rétt á þeim og við tökum á því. Jovic er leikmaður Real Madrid."

Athugasemdir
banner
banner