Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 18. október 2021 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Varla búin að átta mig almennilega á þessu"
Guðrún Arnardóttir í landsleik í júní.
Guðrún Arnardóttir í landsleik í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Nei, við unnum allt! Við unnum deildina!'
'Nei, við unnum allt! Við unnum deildina!'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega glöð og stölt í rauninni. Ég er varla búin að átta mig almennilega á þessu þetta er eitthvað svo óraunverulegt einhvern veginn. Ég hafði ekki einu sinni pælt í því að við gætum unnið þetta í gær."

Þetta sagði Guðrún Arnardóttir sem varð sænskur meistari með Rosengård í gær. Fótbolti.net ræddi við hana í dag um árangurinn.

Guðrún er 26 ára varnarmaður sem gekk í raðir Rosengård frá Djurgården á miðju tímabili.

„Ég var á því að það væri mikilvægt að vinna og þá gætum við tryggt titilinn í næsta leik. Ég hafði ekki einu sinni pælt út í þann möguleika að við gætum tryggt þetta í gær. Mér finnst þetta ennþá svo ótrúlegt."

Hvernig var stemningin eftir leikinn?

„Þegar leikurinn var flautaður af þá koma stelpurnar af bekknum og þjálfarinn hlaupandi inn á völlinn."

„Við sem vorum á vellinum vorum bara: 'Já, ok við unnum og það er geggjað og við erum skrefi nær'. Einhver kallaði: 'Við unnum!' og við svöruðum: 'Já, við vitum það, geggjað!' en þá kom svarið: 'Nei, við unnum allt! Við unnum deildina!'"

„Við sem vorum inn á byrjuðum þá að hoppa og fagna en enginn sem var inn á vissi af úrslitunum hjá Häcken. Við höfðum ekkert hugmynd af þessu fyrr en leikurinn var flautaður af."

„Maður vissi ekki hvernig maður átti að láta í gær,"
sagði Guðrún.

Nánar var rætt við Guðrúnu og verður viðtalið í heild birt síðar. Guðrún er nú að koma til móts við landsliðið sem á tvo leiki í undankeppni HM á næstu átta dögum.
Athugasemdir
banner
banner