Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   mán 18. nóvember 2024 19:37
Elvar Geir Magnússon
Wales
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Icelandair
Aron Guðmundsson.
Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil óvissa varðandi framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara og jafnvel verið fullyrt að leikurinn gegn Wales á morgun verði hans síðasti leikur með stjórnartaumana hjá Íslandi.

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi um komandi leik við Fótbolta.net í Wales í kvöld. Þar var meðal annars rætt um framtíð Hareide.

Veit ekkert hvað er í gangi bak við tjöldin
„Maður hefur alveg fundið skringilegt andrúmsloft, ég fann það þegar ég ræddi við hann á blaðamannafundinum eftir að hópurinn var tilkynntur. Mér fannst ég finna eitthvað öðruvísi andrúmsloft, það var tilfinningin. Það er mjög áhugaverður tími framundan og það er ekki mikið eftir af mánuðnum," segir Aron.

„Þegar maður spyr hann hvort hann hafi áhuga á að halda áfram þá kemur loðið svar. Maður veit í raun ekkert hvað er í gangi á bak við tjöldin en við verðum að fá svör við þessu."

Landsliðið alltaf að taka skref lengra
Hareide gæti endað á því að skila Íslandi í umspil um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Það yrði mjög góður mögulegur endir á þessu. Mér finnst þetta hafa verið á réttri leið undir stjórn Hareide. Það eru kannski ekki allir sammála því. Hann hefur gert mjög vel í ýmsum krefjandi aðstæðum. Mér persónulega finnst landsliðið alltaf vera að taka skref lengra. Mér finnst vera að koma betri mynd á þennan kjarna sem við treystum á í liðinu. Ég væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram, engin spurning," segir Aron.
Athugasemdir
banner