Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin draumabyrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
Alda Ólafsdóttir: Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin
Skarphéðinn: Ógeðslega lélegt hjá okkur
Bergdís: Fannst úrslitin ekki segja nákvæmlega hvernig leikurinn spilaðist
Telma: Best fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
   mán 18. nóvember 2024 19:37
Elvar Geir Magnússon
Wales
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Icelandair
Aron Guðmundsson.
Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil óvissa varðandi framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara og jafnvel verið fullyrt að leikurinn gegn Wales á morgun verði hans síðasti leikur með stjórnartaumana hjá Íslandi.

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi um komandi leik við Fótbolta.net í Wales í kvöld. Þar var meðal annars rætt um framtíð Hareide.

Veit ekkert hvað er í gangi bak við tjöldin
„Maður hefur alveg fundið skringilegt andrúmsloft, ég fann það þegar ég ræddi við hann á blaðamannafundinum eftir að hópurinn var tilkynntur. Mér fannst ég finna eitthvað öðruvísi andrúmsloft, það var tilfinningin. Það er mjög áhugaverður tími framundan og það er ekki mikið eftir af mánuðnum," segir Aron.

„Þegar maður spyr hann hvort hann hafi áhuga á að halda áfram þá kemur loðið svar. Maður veit í raun ekkert hvað er í gangi á bak við tjöldin en við verðum að fá svör við þessu."

Landsliðið alltaf að taka skref lengra
Hareide gæti endað á því að skila Íslandi í umspil um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Það yrði mjög góður mögulegur endir á þessu. Mér finnst þetta hafa verið á réttri leið undir stjórn Hareide. Það eru kannski ekki allir sammála því. Hann hefur gert mjög vel í ýmsum krefjandi aðstæðum. Mér persónulega finnst landsliðið alltaf vera að taka skref lengra. Mér finnst vera að koma betri mynd á þennan kjarna sem við treystum á í liðinu. Ég væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram, engin spurning," segir Aron.
Athugasemdir
banner