Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 18. nóvember 2024 19:37
Elvar Geir Magnússon
Wales
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Icelandair
Aron Guðmundsson.
Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil óvissa varðandi framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara og jafnvel verið fullyrt að leikurinn gegn Wales á morgun verði hans síðasti leikur með stjórnartaumana hjá Íslandi.

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi um komandi leik við Fótbolta.net í Wales í kvöld. Þar var meðal annars rætt um framtíð Hareide.

Veit ekkert hvað er í gangi bak við tjöldin
„Maður hefur alveg fundið skringilegt andrúmsloft, ég fann það þegar ég ræddi við hann á blaðamannafundinum eftir að hópurinn var tilkynntur. Mér fannst ég finna eitthvað öðruvísi andrúmsloft, það var tilfinningin. Það er mjög áhugaverður tími framundan og það er ekki mikið eftir af mánuðnum," segir Aron.

„Þegar maður spyr hann hvort hann hafi áhuga á að halda áfram þá kemur loðið svar. Maður veit í raun ekkert hvað er í gangi á bak við tjöldin en við verðum að fá svör við þessu."

Landsliðið alltaf að taka skref lengra
Hareide gæti endað á því að skila Íslandi í umspil um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Það yrði mjög góður mögulegur endir á þessu. Mér finnst þetta hafa verið á réttri leið undir stjórn Hareide. Það eru kannski ekki allir sammála því. Hann hefur gert mjög vel í ýmsum krefjandi aðstæðum. Mér persónulega finnst landsliðið alltaf vera að taka skref lengra. Mér finnst vera að koma betri mynd á þennan kjarna sem við treystum á í liðinu. Ég væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram, engin spurning," segir Aron.
Athugasemdir