Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   mið 19. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
Karl Friðleifur var í banni í fyrri leiknum.
Karl Friðleifur var í banni í fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur, sérstaklega þar sem ég spilaði ekki síðasta leik," segir bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson sem snýr aftur í lið Víkings eftir að hafa verið í banni í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.

Hann og fyrirliðinn Nikolaj Hansen þurftu að sitja hjá í fyrri leiknum en verða mættir í slaginn í Aþenu annað kvöld.

„Ég þoli ekki að horfa á fótboltaleiki ef maður fær ekki að spila þá svo þetta var svekkjandi en ég er spenntur að spila næsta leiki. Sérstaklega þegar það kemur svona góð liðsframmistaða þá viltu spila með félögum þínum."

Það er feikileg pressa á liði Panathinaikos og það er eitthvað sem gæti hjálpað Víkingsliðinu á fimmtudaginn.

„Við megum vera mjög stoltir af frammistöðunni í Finnlandi en erum langt frá því að vera saddir. Við þurfum að nota þennan meðbyr sem er í gangi með okkur núna og klára þetta."

Þreifingar frá erlendum félögum
Karl Friðleifur er 23 ára og það er talsverður áhugi á honum eftir frábært tímabil í fyrra en hann var valinn í lið ársins í Bestu deildinni. Þá hefur hann leikið vel í Evrópuvegferð Víkings.

„Það eru alltaf einhverjar þreifingar og hlutir að gerast bak við tjöldin. Ég get ekki sagt meira en það. Það er munur á áhuga og tilboðum. Maður vill velja vel en mér líður vel í Víkingi, það er meðbyr í klúbbnum og ristastórt verkefni á fimmtudaginn sem við ætlum að klára."

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Karl Friðleifur meðal annars um fegurð Aþenuborgar, nánar um leikinn framundan, brotthvarf Danijel Djuric og fleira.
Athugasemdir
banner