29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mið 19. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
Karl Friðleifur var í banni í fyrri leiknum.
Karl Friðleifur var í banni í fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur, sérstaklega þar sem ég spilaði ekki síðasta leik," segir bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson sem snýr aftur í lið Víkings eftir að hafa verið í banni í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.

Hann og fyrirliðinn Nikolaj Hansen þurftu að sitja hjá í fyrri leiknum en verða mættir í slaginn í Aþenu annað kvöld.

„Ég þoli ekki að horfa á fótboltaleiki ef maður fær ekki að spila þá svo þetta var svekkjandi en ég er spenntur að spila næsta leiki. Sérstaklega þegar það kemur svona góð liðsframmistaða þá viltu spila með félögum þínum."

Það er feikileg pressa á liði Panathinaikos og það er eitthvað sem gæti hjálpað Víkingsliðinu á fimmtudaginn.

„Við megum vera mjög stoltir af frammistöðunni í Finnlandi en erum langt frá því að vera saddir. Við þurfum að nota þennan meðbyr sem er í gangi með okkur núna og klára þetta."

Þreifingar frá erlendum félögum
Karl Friðleifur er 23 ára og það er talsverður áhugi á honum eftir frábært tímabil í fyrra en hann var valinn í lið ársins í Bestu deildinni. Þá hefur hann leikið vel í Evrópuvegferð Víkings.

„Það eru alltaf einhverjar þreifingar og hlutir að gerast bak við tjöldin. Ég get ekki sagt meira en það. Það er munur á áhuga og tilboðum. Maður vill velja vel en mér líður vel í Víkingi, það er meðbyr í klúbbnum og ristastórt verkefni á fimmtudaginn sem við ætlum að klára."

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Karl Friðleifur meðal annars um fegurð Aþenuborgar, nánar um leikinn framundan, brotthvarf Danijel Djuric og fleira.
Athugasemdir
banner