Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mið 19. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
Karl Friðleifur var í banni í fyrri leiknum.
Karl Friðleifur var í banni í fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur, sérstaklega þar sem ég spilaði ekki síðasta leik," segir bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson sem snýr aftur í lið Víkings eftir að hafa verið í banni í fyrri leiknum gegn Panathinaikos.

Hann og fyrirliðinn Nikolaj Hansen þurftu að sitja hjá í fyrri leiknum en verða mættir í slaginn í Aþenu annað kvöld.

„Ég þoli ekki að horfa á fótboltaleiki ef maður fær ekki að spila þá svo þetta var svekkjandi en ég er spenntur að spila næsta leiki. Sérstaklega þegar það kemur svona góð liðsframmistaða þá viltu spila með félögum þínum."

Það er feikileg pressa á liði Panathinaikos og það er eitthvað sem gæti hjálpað Víkingsliðinu á fimmtudaginn.

„Við megum vera mjög stoltir af frammistöðunni í Finnlandi en erum langt frá því að vera saddir. Við þurfum að nota þennan meðbyr sem er í gangi með okkur núna og klára þetta."

Þreifingar frá erlendum félögum
Karl Friðleifur er 23 ára og það er talsverður áhugi á honum eftir frábært tímabil í fyrra en hann var valinn í lið ársins í Bestu deildinni. Þá hefur hann leikið vel í Evrópuvegferð Víkings.

„Það eru alltaf einhverjar þreifingar og hlutir að gerast bak við tjöldin. Ég get ekki sagt meira en það. Það er munur á áhuga og tilboðum. Maður vill velja vel en mér líður vel í Víkingi, það er meðbyr í klúbbnum og ristastórt verkefni á fimmtudaginn sem við ætlum að klára."

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Karl Friðleifur meðal annars um fegurð Aþenuborgar, nánar um leikinn framundan, brotthvarf Danijel Djuric og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner