Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   sun 19. mars 2023 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sabitzer skoraði mikilvægt mark - „Þetta var yfirþyrmandi"
Mynd: Getty Images

Marcel Sabitzer skoraði sitt fyrsta mark í búningi Manchester United þegar hann kom liðinu í forystu gegn Fulham í þessum magnaða bikarleik í dag.


Sabitzer var í viðtali hjá MUFC TV eftir leikinn þar sem hann talaði um markið.

„Þetta var yfirþyrmandi, að skora fyrsta markið á Old Trafford fyrir framan þessa stórkostlegu stuðningsmenn og svona mikilvægt mark. Ég er mjög ánægður núna," sagði Sabitzer.

Markið var glæsilegt þar sem hann setti vinstri fótinn í boltann af stuttu færi.

„Ég náði ekki boltanum með hægri svo ég reyndi með vinstri og það tókst svo það er flott," sagði Sabitzer.


Athugasemdir
banner
banner
banner