Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   mið 19. apríl 2023 21:22
Haraldur Örn Haraldsson
Hemmi Hreiðars: Að sjálfsögðu er það víti
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn var framlengdur og fór að lokum 1-0 þar sem heimamenn náðu að skora á lokamínútum leiksins. Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins kom í viðtal eftir leik.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 ÍBV

„Svekkjandi, Ógeðslega fúlt. Strákarnir voru geggjaðir, þvílíkt spirit í liðinu þvílíkur baráttuandi, ég get ekki sagt neitt annað en það, þetta var bara ógeðslega svekkjandi eftir alla vinnuna sem fór í þetta."

sagði Hermann en Eyjamenn vildu margir fá dæmda vítaspyrnu í lok seinni hálfleiks þegar Árni Snær markvörður Stjörnunnar virtist grípa utan um Eið Aron inn í teig.

„Já það er víti!" Segir Hermann og hlær eftir að hafa misskilið spurninguna fyrst. „Að sjálfsögðu er það víti. En ég er ekki búinn að sjá þetta þannig ég get ekki alveg sagt."

Þetta er þriðja tap ÍBV í röð á tímabilinu og eru þeir því búnir að tapa öllum sínum leikjum. Hver er þá staðan á þeim í dag?

„Það hefur verið svolítið svekkelsi með meiðsli. Við erum búnir að vera óheppnir með það, það verður bara að segjast eins og er. Það er bara eins og það er, við erum ekki með breiðasta hópinn og það er að bíta okkur aðeins. Svo lengi sem við spilum svona, þetta var alvöru eyja performance. Menn lögðu sig alla fram hérna og börðust eins og ljón, við eigum bara skilið meira fyrir vinnuna, eitthvað aðeins meira en þetta."

ÍBV er með lítinn hóp eins og Hermann segir en eru þá einhverjar líkur á því að þeir styrki hópinn enn frekar á næstu dögum?

„Já já það er alltaf verið að skoða það og búið að vera að því, þannig að já það eru líkur á því." 

Það hafa verið sögur um að þeir fái mögulega leikmann frá Jamaíka.

„Já það er svo sem búið að vera skoða það í einhvern tíma og það er bara vonandi að það gangi eftir ."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner