PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
   mið 19. apríl 2023 21:22
Haraldur Örn Haraldsson
Hemmi Hreiðars: Að sjálfsögðu er það víti
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn var framlengdur og fór að lokum 1-0 þar sem heimamenn náðu að skora á lokamínútum leiksins. Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins kom í viðtal eftir leik.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 ÍBV

„Svekkjandi, Ógeðslega fúlt. Strákarnir voru geggjaðir, þvílíkt spirit í liðinu þvílíkur baráttuandi, ég get ekki sagt neitt annað en það, þetta var bara ógeðslega svekkjandi eftir alla vinnuna sem fór í þetta."

sagði Hermann en Eyjamenn vildu margir fá dæmda vítaspyrnu í lok seinni hálfleiks þegar Árni Snær markvörður Stjörnunnar virtist grípa utan um Eið Aron inn í teig.

„Já það er víti!" Segir Hermann og hlær eftir að hafa misskilið spurninguna fyrst. „Að sjálfsögðu er það víti. En ég er ekki búinn að sjá þetta þannig ég get ekki alveg sagt."

Þetta er þriðja tap ÍBV í röð á tímabilinu og eru þeir því búnir að tapa öllum sínum leikjum. Hver er þá staðan á þeim í dag?

„Það hefur verið svolítið svekkelsi með meiðsli. Við erum búnir að vera óheppnir með það, það verður bara að segjast eins og er. Það er bara eins og það er, við erum ekki með breiðasta hópinn og það er að bíta okkur aðeins. Svo lengi sem við spilum svona, þetta var alvöru eyja performance. Menn lögðu sig alla fram hérna og börðust eins og ljón, við eigum bara skilið meira fyrir vinnuna, eitthvað aðeins meira en þetta."

ÍBV er með lítinn hóp eins og Hermann segir en eru þá einhverjar líkur á því að þeir styrki hópinn enn frekar á næstu dögum?

„Já já það er alltaf verið að skoða það og búið að vera að því, þannig að já það eru líkur á því." 

Það hafa verið sögur um að þeir fái mögulega leikmann frá Jamaíka.

„Já það er svo sem búið að vera skoða það í einhvern tíma og það er bara vonandi að það gangi eftir ."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner