Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   mið 19. apríl 2023 21:22
Haraldur Örn Haraldsson
Hemmi Hreiðars: Að sjálfsögðu er það víti
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Atvikið þegar ÍBV vildi víti á Árna Snæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn var framlengdur og fór að lokum 1-0 þar sem heimamenn náðu að skora á lokamínútum leiksins. Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins kom í viðtal eftir leik.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 ÍBV

„Svekkjandi, Ógeðslega fúlt. Strákarnir voru geggjaðir, þvílíkt spirit í liðinu þvílíkur baráttuandi, ég get ekki sagt neitt annað en það, þetta var bara ógeðslega svekkjandi eftir alla vinnuna sem fór í þetta."

sagði Hermann en Eyjamenn vildu margir fá dæmda vítaspyrnu í lok seinni hálfleiks þegar Árni Snær markvörður Stjörnunnar virtist grípa utan um Eið Aron inn í teig.

„Já það er víti!" Segir Hermann og hlær eftir að hafa misskilið spurninguna fyrst. „Að sjálfsögðu er það víti. En ég er ekki búinn að sjá þetta þannig ég get ekki alveg sagt."

Þetta er þriðja tap ÍBV í röð á tímabilinu og eru þeir því búnir að tapa öllum sínum leikjum. Hver er þá staðan á þeim í dag?

„Það hefur verið svolítið svekkelsi með meiðsli. Við erum búnir að vera óheppnir með það, það verður bara að segjast eins og er. Það er bara eins og það er, við erum ekki með breiðasta hópinn og það er að bíta okkur aðeins. Svo lengi sem við spilum svona, þetta var alvöru eyja performance. Menn lögðu sig alla fram hérna og börðust eins og ljón, við eigum bara skilið meira fyrir vinnuna, eitthvað aðeins meira en þetta."

ÍBV er með lítinn hóp eins og Hermann segir en eru þá einhverjar líkur á því að þeir styrki hópinn enn frekar á næstu dögum?

„Já já það er alltaf verið að skoða það og búið að vera að því, þannig að já það eru líkur á því." 

Það hafa verið sögur um að þeir fái mögulega leikmann frá Jamaíka.

„Já það er svo sem búið að vera skoða það í einhvern tíma og það er bara vonandi að það gangi eftir ."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner