Nú rétt í þessu var dregið í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar og mögulegir andstæðingar íslensku Evrópuliðanna komu þá í ljós.
Valur mætir St Mirren frá Skotlandi ef liðið slær albanska liðið KF Vllaznia út.
Stjarnan mætir Bala Town frá Wales eða Paide Linnameeskond fra Eistlandi ef liðið slær Linfield frá Norður-Írlandi út.
Breiðablik mun mæta Drita frá Kosóvó ef liðið slær GFK Tikves frá Norður-Makedóníu út.
Þá mun Víkingur mæta Borac Banja Luka frá Bosníu eða Egnatia frá Albaníu ef liðið tapar gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar. Í morgun varð ljóst að Víkingar leika gegn Sparta Prag ef þeir vinna Írana.
Athugasemdir