Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júlí 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá ertu að horfa á mann sem er metinn á milljarð og þú skilur það"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatíska liðið Dinamo Zagreb kom á Hlíðarenda í síðustu viku og fór með sigur af hólmi gegn Val í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Dinamo Zagreb vann fyrri leikinn í Króatíu 3-2. Félagið var að búast við því að fara til skemmtiferð til Íslands en ákvað svo að kalla marga lykilmenn til baka úr sumarfríi eftir fyrri leikinn.

Á meðal leikmanna sem kom til baka úr sumarfríi sínu var Miroslav Orsic. Hann var með Króatíu á EM en kom svo á Origo völlinn og skoraði annað mark Dinamo Zagreb í 0-2 sigri.

„Orsic, sem skoraði seinna markið, kveikti á sér í tíu mínútur, vá! Þá ertu að horfa á mann sem er metinn á milljarð og þú skilur það," sagði Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

„Einu sinni kom boltinn langur, hátt upp í lofti, hann tekur einhverja snertingu og fer fram hjá fjórum. Það var með ólíkindum að horfa á þetta."

Orsic er mjög öflugur leikmaður. Hann sá um Tottenham í fyrra þegar Dinamo Zagreb sló Spurs út í Evrópudeildinni.

„Frammistaða Vals var frábær í þessum leik, það verður ekki tekið af þeim. Þeir geta heldur betur borið höfuðið hátt... þetta var erfiðasti mögulegasti dráttur sem þeir gátu fengið," sagði Elvar Geir Magnússon.

Dinamo Zagreb mætir Omonia frá Kýpur í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur á leik við Bodö/Glimt frá Noregi í Sambandsdeildinni á fimmtudag.
Boltavikan - Evrópa, Lengjudeildin og Davíð Smári á línunni
Athugasemdir
banner
banner
banner