Real Madrid hefur samþykkt 59,5 milljóna punda (70 milljónir evra) tilboð Manchester United í brasilíska miðjumanninn Casemiro.
Casemiro er núna í viðræðum við United um persónuleg kaup og kjör og segir Sky Sports frá því að samkomulag um slíkt sé nálægt því að vera í höfn.
Casemiro er núna í viðræðum við United um persónuleg kaup og kjör og segir Sky Sports frá því að samkomulag um slíkt sé nálægt því að vera í höfn.
Casemiro er væntanlegur til Bretlands um helgina til þess að fara í læknisskoðun og skrifa formlega undir fjögurra ára samning við United með möguleika á auka ári.
Miðjumaðurinn er þrítugur og hefur verið hjá Real Madrid í níu ár. Þar hefur hann fimm sinnum unnið Meistaradeildina, þrisvar sinnum orðið spænskur meistari og einu sinni bikarmeistari.
Casemiro mun þéna 300 þúsund pund í vikulaun hjá enska félaginu og er líklegt að hann spili sinn fyrsta leik eftir rúma viku þegar United mætir Southampton.
Athugasemdir