Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. mars 2020 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin bannað að fljúga til Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Gary Martin, framherji ÍBV, fékk ekki leyfi til að fljúga til Íslands frá London í morgun.

Gary er á leið til æfinga með ÍBV fyrir sumarið eftir að hafa spilað á láni með Darlington undanfarnar vikur.

Vegna kórónuveirunnar eru ferðatakmarkanir í gangi og Gary gat ekki sýnt fram á að hann væri með búsetu á Íslandi.

Hann bíður nú eftir að fá staðfestingu á því frá íslenska sendiráðinu í London og á Twitter segist Gary vonast eftir að geta flogið til Íslands klukkan 15:00 í dag.

Gary, sem var markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, fer síðan beint í 14 daga sóttkví við komuna til landsins líkt og aðrir aðilar sem eru að koma erlendis frá.


Athugasemdir
banner