Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Lið Ægis áfram taplaust, KFG vann og jafnt í tveimur
Það er ekki bara körfuboltaliðið sem er á flugi í Þorlákshöfn.
Það er ekki bara körfuboltaliðið sem er á flugi í Þorlákshöfn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Pape var á skotskónum fyrir Tindastól.
Pape var á skotskónum fyrir Tindastól.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fjórir leikir spilaðir í 3. deild karla í kvöld. Ægir er áfram taplaust í deildinni og er eina taplausa liðið eftir átta leiki spilaða.

Ægir fóru í heimsókn á Vopnafjörð í dag og þar skoraði Cristofer Moises Rolin tvennu fyrir gestina frá Þorlákshöfn. Fyrra markið kom eftir stoðsendingu Stefan Dabetic og seinna markið kom eftir stoðsendingu Brynjólfs Þórs Eyþórssonar.

Sigurinn var sannfærandi fyrir Ægi sem er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Hattar/Hugins.

KFG getur komist upp í annað sæti með því að vinna leikinn sem þeir eiga inni á Ægi. KFG vann góðan heimasigur gegn Dalvík/Reyni í dag, 2-1. Dalvík/Reynir er í sjötta sæti með 11 stig.

Þá var mikil dramatík undir lokin er Tindastóll og Sindri gerðu 3-3 jafntefli. Bæði lið skoruðu í uppbótartíma og lokatölur 3-3 í fjörugum leik á Sauðárkróki. Sindri er í áttunda sæti og Tindastóll er í tíunda sæti.

Tvö neðstu lið deildarinnar gerðu þá jafntefli í Vestmannaeyjum; KFS og ÍH skildu jöfn, 2-2. Bæði lið eru með fjögur stig eftir átta leiki spilaða.

Tindastóll 3 - 3 Sindri
0-1 Abdul Bangura ('7)
1-1 Pape Mamadou Faye ('48)
2-1 Arnar Ólafsson ('49)
2-2 Robertas Freidgeimas ('81)
3-2 Halldór Broddi Þorsteinsson ('90)
3-3 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('90)

KFS 2 - 2 ÍH
0-1 Gunnar Óli Björgvinsson ('16)
1-1 Hafsteinn Gísli Valdimarsson ('21)
2-1 Elmar Erlingsson ('26)
2-2 Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('40, víti)
Rautt spjald: Guðlaugur Gísli Guðmundsson, KFS ('89)

Einherji 0 -2 Ægir
0-1 Cristofer Moises Rolin ('45)
0-2 Cristofer Moises Rolin ('52)

KFG 2 -1 Dalvík/Reynir
1-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('63)
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('81)
2-1 Birgir Ólafur Helgason ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner