Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   sun 20. júní 2021 19:30
Arnar Daði Arnarsson
Þorvaldur: Alltaf léttir að sigra
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er alltaf léttir að sigra sama hvernig gengið hefur verið undanfarið. Við höfum verið að safna stigum undanfarið," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur liðsins á HK á heimavelli. Liðin áttust við í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 HK

Þorvaldur var ánægður með leik liðsins í dag og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, bara frábærir og við förum réttilega inn með tveggja marka forystu í hálfleik og hefðum í rauninni átt að fara með þriggja og jafnvel fjögurra marka forystu án þess að vera með græðgi."

Þórarinn Ingi Valdimarsson var í byrjunarliði Stjörnunnar í fyrsta skipti í dag í tæp tvö ár.

„Þetta er mjög ánægjulegt fyrir Þórarin. Þetta er virkilega gaman fyrir hann og okkur alla. Þetta hefur verið erfið þrautaganga fyrir hann og bætingin bara síðustu mánuði verið frábær. Í vetur var smá strögl á greyið karlinum en þvílíkt hugarfar og gott fyrir hann að koma aftur inn eftir langa fjarveru."

Þorvaldur býst ekki við því að styrkja liðið meira í félagaskiptaglugganum sem opnar í júlí mánuði. Stjarnan hefur nú þegar kynnt tvo nýja Dani.

„Við höfum ekkert velt því fyrir okkur. Oliver Haurits kemur í glugganum, hann hefur spilað meira og minna í allan vetur í Danmörku og kemur ferskur inn. Við sjáum til hvort eitthvað annað komi upp en eins og staðan er núna þá erum við ekki að fara fá fleiri leikmenn," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner