Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   sun 20. júní 2021 19:30
Arnar Daði Arnarsson
Þorvaldur: Alltaf léttir að sigra
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er alltaf léttir að sigra sama hvernig gengið hefur verið undanfarið. Við höfum verið að safna stigum undanfarið," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur liðsins á HK á heimavelli. Liðin áttust við í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 HK

Þorvaldur var ánægður með leik liðsins í dag og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, bara frábærir og við förum réttilega inn með tveggja marka forystu í hálfleik og hefðum í rauninni átt að fara með þriggja og jafnvel fjögurra marka forystu án þess að vera með græðgi."

Þórarinn Ingi Valdimarsson var í byrjunarliði Stjörnunnar í fyrsta skipti í dag í tæp tvö ár.

„Þetta er mjög ánægjulegt fyrir Þórarin. Þetta er virkilega gaman fyrir hann og okkur alla. Þetta hefur verið erfið þrautaganga fyrir hann og bætingin bara síðustu mánuði verið frábær. Í vetur var smá strögl á greyið karlinum en þvílíkt hugarfar og gott fyrir hann að koma aftur inn eftir langa fjarveru."

Þorvaldur býst ekki við því að styrkja liðið meira í félagaskiptaglugganum sem opnar í júlí mánuði. Stjarnan hefur nú þegar kynnt tvo nýja Dani.

„Við höfum ekkert velt því fyrir okkur. Oliver Haurits kemur í glugganum, hann hefur spilað meira og minna í allan vetur í Danmörku og kemur ferskur inn. Við sjáum til hvort eitthvað annað komi upp en eins og staðan er núna þá erum við ekki að fara fá fleiri leikmenn," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner