Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 20. júlí 2021 20:48
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Höfum farið flatt á því að tala um toppbaráttu á Selfossi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir 1-1 jafntefli við Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Hann taldi að Selfyssingar hefðu átt að vinna leikinn.

„Mér finnst þetta tvö töpuð stig, með fullri virðingu fyrir Þór/KA. Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum en aftur á móti þá sköpum við voðalega lítið," sagði Alfreð eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Þór/KA

Leikurinn var nokkuð lokaður og áhorfendur á JÁVERK-vellinum væntanlega oft skemmt sér betur yfir fótboltaleik en í kvöld.

„Já klárlega, þetta var svolítið svona stöðubarátta á miðjunni. Mér fannst við 'controlla' leikinn vel og vorum að spila leikinn vel. Mér fannst við síðan gera enn betur þegar við breyttum aðeins um leikskipulag og bættum í sóknarþungann."

Alfreð tók Hólmfríði Magnúsdóttir útaf vellinum þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

„Fríða er bara þreytt. Hún er ekki búin að vera að æfa 100% og er bara þreytt. Við fengum ferskar lappir inn."

Alfreð segir ekki tímabært að tala um einhversskonar toppbaráttu.

„Ef maður vinnur ekki á heimavelli þá er mjög erfitt að vera í einhverri toppbaráttu. Við þurfum númer 1,2 og 3 að hugsa um okkur. Við höfum alveg farið flatt á því að tala um einhverja toppbaráttu á Selfossi þannig við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum," sagði Alfreð.

Alfreð var að lokum spurður út í markmannsmál liðsins en viðtalið við Alfreð má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner