Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 20. júlí 2021 20:48
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Höfum farið flatt á því að tala um toppbaráttu á Selfossi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir 1-1 jafntefli við Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Hann taldi að Selfyssingar hefðu átt að vinna leikinn.

„Mér finnst þetta tvö töpuð stig, með fullri virðingu fyrir Þór/KA. Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum en aftur á móti þá sköpum við voðalega lítið," sagði Alfreð eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Þór/KA

Leikurinn var nokkuð lokaður og áhorfendur á JÁVERK-vellinum væntanlega oft skemmt sér betur yfir fótboltaleik en í kvöld.

„Já klárlega, þetta var svolítið svona stöðubarátta á miðjunni. Mér fannst við 'controlla' leikinn vel og vorum að spila leikinn vel. Mér fannst við síðan gera enn betur þegar við breyttum aðeins um leikskipulag og bættum í sóknarþungann."

Alfreð tók Hólmfríði Magnúsdóttir útaf vellinum þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

„Fríða er bara þreytt. Hún er ekki búin að vera að æfa 100% og er bara þreytt. Við fengum ferskar lappir inn."

Alfreð segir ekki tímabært að tala um einhversskonar toppbaráttu.

„Ef maður vinnur ekki á heimavelli þá er mjög erfitt að vera í einhverri toppbaráttu. Við þurfum númer 1,2 og 3 að hugsa um okkur. Við höfum alveg farið flatt á því að tala um einhverja toppbaráttu á Selfossi þannig við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum," sagði Alfreð.

Alfreð var að lokum spurður út í markmannsmál liðsins en viðtalið við Alfreð má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner