Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
   þri 20. júlí 2021 20:48
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Höfum farið flatt á því að tala um toppbaráttu á Selfossi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir 1-1 jafntefli við Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Hann taldi að Selfyssingar hefðu átt að vinna leikinn.

„Mér finnst þetta tvö töpuð stig, með fullri virðingu fyrir Þór/KA. Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum en aftur á móti þá sköpum við voðalega lítið," sagði Alfreð eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Þór/KA

Leikurinn var nokkuð lokaður og áhorfendur á JÁVERK-vellinum væntanlega oft skemmt sér betur yfir fótboltaleik en í kvöld.

„Já klárlega, þetta var svolítið svona stöðubarátta á miðjunni. Mér fannst við 'controlla' leikinn vel og vorum að spila leikinn vel. Mér fannst við síðan gera enn betur þegar við breyttum aðeins um leikskipulag og bættum í sóknarþungann."

Alfreð tók Hólmfríði Magnúsdóttir útaf vellinum þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

„Fríða er bara þreytt. Hún er ekki búin að vera að æfa 100% og er bara þreytt. Við fengum ferskar lappir inn."

Alfreð segir ekki tímabært að tala um einhversskonar toppbaráttu.

„Ef maður vinnur ekki á heimavelli þá er mjög erfitt að vera í einhverri toppbaráttu. Við þurfum númer 1,2 og 3 að hugsa um okkur. Við höfum alveg farið flatt á því að tala um einhverja toppbaráttu á Selfossi þannig við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum," sagði Alfreð.

Alfreð var að lokum spurður út í markmannsmál liðsins en viðtalið við Alfreð má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner