Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   fös 20. september 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Margrét Sif: Tilfinningin góð en hefði mátt vera betri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinning er góð en hefði mátt vera betri og við hefðum mátt gera þetta fyrr," sagði Margrét Sif Magnúsdóttir, markaskorari FH, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Við ætluðum að klára okkar leik, við vitum að við erum með mannskap í að fara upp og við sýndum það í dag að við gátum það."

„Ég var alltaf viss um að við myndum halda hreinu og skora en ég hélt að við myndum vinna þetta stærra."


Margrét skoraði sigurmark leiksins á 76. mínútu leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Helenu Ósk Hálfdánardóttur. Margrét hefði viljað sjá sitt lið skora fleiri mörk í leiknum.

„Við eigum að nýta færin okkar betur en við nýttum eitt þeirra þannig ég er sátt."

Margrét var að lokum spurð út í framhald sitt hjá FH.

„Ég er allaveganna með samning út næsta ár en það kemur dálítið í ljós hvernig veturinn minn verður, hann er smá óljós."
Athugasemdir
banner