Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fös 20. september 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Margrét Sif: Tilfinningin góð en hefði mátt vera betri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinning er góð en hefði mátt vera betri og við hefðum mátt gera þetta fyrr," sagði Margrét Sif Magnúsdóttir, markaskorari FH, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Við ætluðum að klára okkar leik, við vitum að við erum með mannskap í að fara upp og við sýndum það í dag að við gátum það."

„Ég var alltaf viss um að við myndum halda hreinu og skora en ég hélt að við myndum vinna þetta stærra."


Margrét skoraði sigurmark leiksins á 76. mínútu leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Helenu Ósk Hálfdánardóttur. Margrét hefði viljað sjá sitt lið skora fleiri mörk í leiknum.

„Við eigum að nýta færin okkar betur en við nýttum eitt þeirra þannig ég er sátt."

Margrét var að lokum spurð út í framhald sitt hjá FH.

„Ég er allaveganna með samning út næsta ár en það kemur dálítið í ljós hvernig veturinn minn verður, hann er smá óljós."
Athugasemdir
banner