Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. mars 2023 18:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hef meiri trú á því að Siggi Raggi nái að halda Keflavík uppi"
Lengjudeildarmeistarar í fyrra.
Lengjudeildarmeistarar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl kom frá Stjörnunni í vetur.
Ólafur Karl kom frá Stjörnunni í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir þurfa að taka aðeins meiri ábyrgð og laga núansa hjá sjálfum sér svo þeir fái á sig færri mörk.
Þeir þurfa að taka aðeins meiri ábyrgð og laga núansa hjá sjálfum sér svo þeir fái á sig færri mörk.
Mynd: Raggi Óla
Emil Ásmundsson kom á láni frá KR í júlí í fyrra og samdi svo við Fylki í fyrra. Við hlið hans er Arnór Gauti Jónsson sem er einn af mest spennandi leikmönnum Fylkis.
Emil Ásmundsson kom á láni frá KR í júlí í fyrra og samdi svo við Fylki í fyrra. Við hlið hans er Arnór Gauti Jónsson sem er einn af mest spennandi leikmönnum Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolta.net á dögunum var farið yfir síðustu ótímabæru spána fyrir Bestu deild karla. Fylki var spáð 10. sætinu, að liðið myndi enda fyrir ofan HK og Keflavík.

Ingólfur Sigurðsson var gestur þeirra Tómasar og Elvars Geirs í þættinum.

Þátturinn var tekinn upp daginn eftir að Fylkir tapaði gegn Lengjudeildarliði Fjölnis í lokaleik sínum í Lengjubikarnum, lokatölur 0-2 fyrir Fjölni.

„Það kemur á óvart - Fjölnir búið að smíða gott lið í vetur, hafa komið fram og segjast stefna á efstu deild - engu að síður kemur alltaf á óvart og ekki jákvætt þegar lið sem er í deild fyrir neðan sigrar þig. Hvað þá þegar þú nærð ekki að pota blöðrunni yfir marklínuna," sagði Ingólfur.

„Eins og staðan er akkúrat núna er Fylkir að gera þetta á liðinu sem kom upp. Rúnar talaði um það þegar hann var hérna síðast. Menn þurfa að sýna það, bæði ungu leikmennirnir; að þeir geti tekið skrefið, ekki bara eitt ár áfram í sínum þroska heldur líka upp um deild því þeir eru að fara inn í allt annað skrímsli núna en Lengjudeildina. Að sama skapi er erfitt að ætlast til þess að Ásgeir Eyþórsson og Orri Sveinn Stefánsson séu að koma til baka í efstu deild sem miklu betri leikmenn en þeir voru síðast. Þeir þurfa að taka aðeins meiri ábyrgð og laga núansa hjá sjálfum sér svo þeir fái á sig færri mörk. Eftir því sem nær líður móti og það gerist ekkert á markaðnum... það er ekkert rosalega spennandi sem hefur komið en ungu leikmennirnir þeirra eru spennandi," sagði Tómas Þór.

„Eins og staðan er núna þá hef ég meiri trú á því að Siggi Raggi nái að halda Keflavík uppi heldur en að þetta Fylkislið verði uppi. Þá er ég bara að dæma út frá þessu: þetta er lið sem féll fyrir skömmu og hefur verið að taka inn menn sem við vitum ekki hvernig verða. Ef Óli Kalli verður geggjaður og spilar allt mótið þá er hann þvílíkur liðsstyrkur," sagði Ingólfur. Óli Kalli hefur mikið misst af slatta af leikjum og spurning hversu mörgum leikjum hann nær í sumar.

„Emil Ásmundsson hefur verið mikið í meiðslum síðustu ár en kom vel inní þetta seinni hluta síðasta tímabils. Það eru ákveðin spurningarmerki með þessa leikmenn og ég er ekki seldur á það að allir þessir ungu menn séu mikið, mikið betri en þeir voru fyrir 2-3 árum," bætti Ingólfur við.

„Talandi um spurningarmerki. Ólafur Kristófer Helgason var frábær í markinu í Lengjudeildinni. Hversu oft höfum við séð markmenn eiga frábær tímabil í Lengjudeildinni en vera svo í miklu basli í efstu deild?" skaut Elvar Geir inn.

„Alltof oft. Reynslumeiri markmenn líka, Eyjólfur Tómasson með Leikni sem dæmi. Einn besti markmaður sem við höfum séð í neðri deild og kom upp sem fullorðinn karlmaður þegar hann kom loksins upp. Hann var ekkert líkur sjálfum sér. Það eru fleiri dæmi. Ólafur er ungur strákur og maður heldur með honum, þeir gáfu honum tækifærið í fyrra," sagði Tómas.

„Einkenni Fylkis er, hefur alltaf verið og á að vera áfram að treysta á sína menn," sagði Elvar.

„Ekki spurning og það er vel og ber að hrósa fyrir það. Þeir eru alltaf með heimamenn sem eiga það til að koma manni á óvart," sagði Ingólfur.

„En það er ekkert samasemmerki þar á milli og að halda sér uppi, við munum eftir því að Ási Arnars byrjaði með ellefu Fylkismenn. Þeir féllu samt. Það er fallegt að byrja með 7-8 heimamenn í liðinu, en ef þú fellur með 7-8 heimamenn í liðinu þá hefðiru kannski átt að gera meira á leikmannamarkaðnum," sagði Tómas.

Komnir
Elís Rafn Björnsson frá Stjörnunni
Emil Ásmundsson frá KR
Jón Ívan Rivine frá Gróttu
Ólafur Karl Finsen frá Stjörnunni
Pétur Bjarnason frá Vestra
Valgeir Árni Svansson frá Hönefoss

Farnir
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í ÍR
Hallur Húni Þorsteinsson í Hauka á láni

Samningslausir
Mathias Laursen

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra og vangaveltur um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner