Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   lau 21. maí 2022 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Ben: Andy alltaf drullulélegur á æfingum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum svolítið að spila gegn sjálfum okkur í færunum og meira að segja einu sinni varði Oliver Kelaart á línu frá Pablo og þetta leit út eins og okkur ætlaði ekki að takast að skora.“
Sagði Eiður Ben Eiríksson þjálfari Þróttar Vogum eftir 1-1 jafntefli hans manna gegn Vestra á Vogaídýfuvellinum fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  1 Vestri

Þróttarar sem fengu ákjósanleg færi til að komast yfir með vindinum í fyrri hálfleik fengu dæmda á sig vítaspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik. Vladimir Tufegdzic skoraði úr vítinu en heimamenn sýndu karakter og jöfnuðu leikinn sex mínútum síðar.

„Við notuðum vikuna vel í að skrúfa hausinn á menn og fá þá til þess að átta sig á því að við erum búnir að vera í 50-50 leikjum á móti Fjölni og Grindavík. Við erum búnir að vera fá á okkur algjör skítamörk í þessum leikjum og við töluðum um að laga hausinn á okkur sjálfum.“

Andy Pew miðvörðurinn reyndi skoraði jöfnunarmark Þróttar en það munar greinilega miklu fyrir Þrótt að hann sé heill og geti beitt sér en hann hefur ekki verið með liðinu í mótinu til þessa.

„Andy er alltaf drullulélegur á æfingum og það er erfitt að réttlæta það að hafa hann í liðinu. En hann segir alltaf við mig að hann sé frábær í leikjum en ömurlegur á æfingum. Hann stóð við það í dag og verðskuldaði þetta klárlega því að hann var búinn að leggja inn vinnuna.“

Sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner