Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
   þri 21. júní 2022 22:08
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Það styttist í sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur að hafa ekki náð sigri í kvöld á heimavelli gegn FH. Liðin skildu jöfn eftir baráttuleik þar sem veðrið kom í veg fyrir að fallegur fótbolti yrði spilaður.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Ég hefði auðvitað viljað sigur, en hann náði aldrei neinu flugi þessu leikur og það var erfitt. Það var svo sem vitað mál að veðrið og vallaraðstæður myndu gera leikmönnum erfitt að ná upp einhverjum takti eða einhverjum glæsilegum fótbolta. En auðvitað viltu alltaf sigur úr því hvernig staðan er í seinni hálfleik, við erum komnir yfir og ég er svekktur að við skildum fá á okkur mark úr hornspyrnu það er eitthvað sem við eigum að gera betur. Þannig það er svekkjandi að því leiti en ég held að hvorugt lið getur kvartað undan því að fara héðan með stig en það er niðurstaðan allavega."

ÍA hefur náð í 2 stig úr 2 leikjum eftir landsleikjahlé og frammistaðan verið betri en fyrir.

„Þetta er eitthvað sem við verðum að byggja á. Það styttist í sigurinn og búnir að vera í fínni stöðu í þeim báðum en fá 2 jafntefli út úr því og það er margt gott í frammistöðunni og margt sem við höldum áfram að byggja ofan á. Við erum bara bjartsýnir á framhaldið, það styttist í sigurinn það er ekki spurning."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Jón meira um aðstöðu vallarins og rauða spjaldið.


Athugasemdir
banner
banner