Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 21. júní 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svava Rós: Frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri
Icelandair
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við landsliðsframherjann Svövu Rós Guðmundsdóttur fyrir æfingu kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Æfingin var sú fyrsta í undirbúningi liðsins fyrir EM sem hefst í næsta mánuði.

„Það er ótrúlega gaman að hitta stelpurnar. Við erum mjög spenntar fyrir þessu, geggjað að koma aftur saman," sagði Svava. „Ég er bara mjög góð, 7-9-13, fékk eitthvað smá högg fyrir nokkrum vikum en það er ekkert vesen."

Svava spilar með norsku meisturunum í Brann og hefur gengið vel í upphafi tímabils. Liðið er á toppi deildarinnar.

„Það er búið að ganga bara vel, við reyndar misstigum okkur aðeins á móti Rosenborg en þrátt fyrir það er þetta búið að vera nokkuð gott hjá okkur. Auðvitað er markmiðið að vinna deildina, markmiðið er að gera betur en í fyrra. Liðið vann í fyrra og nú er að gera enn betur í bikar líka."

Ertu ánægð með þína spilamennsku í byrjun tímabils?

„Svona upp og niður. Ég var mjög ánægður með byrjunina, svo fæ ég högg og þá dett ég aðeins niður en annars bara ágætt."

Hún er liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur hjá Brann. „Við spilum með tvær tíur og einn frammi. Upprunalega átti ég spila sem tía og Berglind upp á topp. Hún er búin að vera meidd þannig ég er búinn að spila upp á topp. Í síðasta leik byrjaði hún á toppnum og ég sem tía."

„Upphaflega er ég náttúrulega á kantinum en ég fíla mjög að spila frammi. Ég fíla líkaþessa tíustöðu, ég er meira flæðandi út á kantinum og sem framherji. Það hentar mér vel."


Svava gekk í raðir Brann frá franska félaginu Bordeaux í janúar. Þar hafði Svava verið úti í kuldanum. Myndi hún segja að þetta væri allt annað líf núna?

„Já, þetta er allt annað. Þetta er miklu betra og mér líður mjög vel þarna. Það er frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri og að það gengur svona vel," sagði Svava.
Athugasemdir
banner
banner