Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   þri 21. júní 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svava Rós: Frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri
Icelandair
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við landsliðsframherjann Svövu Rós Guðmundsdóttur fyrir æfingu kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Æfingin var sú fyrsta í undirbúningi liðsins fyrir EM sem hefst í næsta mánuði.

„Það er ótrúlega gaman að hitta stelpurnar. Við erum mjög spenntar fyrir þessu, geggjað að koma aftur saman," sagði Svava. „Ég er bara mjög góð, 7-9-13, fékk eitthvað smá högg fyrir nokkrum vikum en það er ekkert vesen."

Svava spilar með norsku meisturunum í Brann og hefur gengið vel í upphafi tímabils. Liðið er á toppi deildarinnar.

„Það er búið að ganga bara vel, við reyndar misstigum okkur aðeins á móti Rosenborg en þrátt fyrir það er þetta búið að vera nokkuð gott hjá okkur. Auðvitað er markmiðið að vinna deildina, markmiðið er að gera betur en í fyrra. Liðið vann í fyrra og nú er að gera enn betur í bikar líka."

Ertu ánægð með þína spilamennsku í byrjun tímabils?

„Svona upp og niður. Ég var mjög ánægður með byrjunina, svo fæ ég högg og þá dett ég aðeins niður en annars bara ágætt."

Hún er liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur hjá Brann. „Við spilum með tvær tíur og einn frammi. Upprunalega átti ég spila sem tía og Berglind upp á topp. Hún er búin að vera meidd þannig ég er búinn að spila upp á topp. Í síðasta leik byrjaði hún á toppnum og ég sem tía."

„Upphaflega er ég náttúrulega á kantinum en ég fíla mjög að spila frammi. Ég fíla líkaþessa tíustöðu, ég er meira flæðandi út á kantinum og sem framherji. Það hentar mér vel."


Svava gekk í raðir Brann frá franska félaginu Bordeaux í janúar. Þar hafði Svava verið úti í kuldanum. Myndi hún segja að þetta væri allt annað líf núna?

„Já, þetta er allt annað. Þetta er miklu betra og mér líður mjög vel þarna. Það er frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri og að það gengur svona vel," sagði Svava.
Athugasemdir
banner