Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   fös 21. júní 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Englendinga hrokafulla
England er með fjögur stig eftir tvo leiki á EM.
England er með fjögur stig eftir tvo leiki á EM.
Mynd: EPA
James McClean, fyrrum leikmaður Írlands, er ekki mikill aðdáandi enska landsliðsins.

England gerði 1-1 jafntefli gegn Danmörku á EM í gær en liðið hefur alls ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Fyrir mótið var talað um að England væri líklegasta liðið til að vinna gullið.

McClean, sem spilaði yfir 100 landsleiki fyrir Írland, segir umræðuna í kringum England vera hrokafulla.

„Þetta er land sem hefur unnið HM einu sinni og aldrei unnið Evrópumótið. Þeir eru þrátt fyrir það með miklar kröfur og eru hrokafullir varðandi möguleika sína," sagði McClean.

Hann telur væntingarnar vera of miklar fyrir England þrátt fyrir að liðið sé með margar stjörnur innanborðs.
Athugasemdir
banner
banner
banner