Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   lau 21. ágúst 2021 21:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Viktor fær gjörsamlega galið spjald
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld.
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson í leiknum í kvöld.
Viktor Örn Margeirsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líður mjög vel. Þetta var klassískur sex stiga leikur milli tveggja frábærra liða," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir sigur gegn KA í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Við hefðum getað verið búnir að klára leikinn fyrr, við fáum nokkur virkilega góð færi og í svona leik getur verið dýrmætt að klára það. KA menn eru góðir í fótbolta og voru tilbúnir að spila í gegnum pressuna og stundum gekk það. Þá fannst mér varnarmennirnir okkar díla hrikalega vel við það, þeir áttu eitt og eitt upphlaup en við fengum ekki mikið af færum á okkur en hefðum getað skorað fleiri."

Hefðuð þið viljað fá spjald á loft þegar Ívar Örn Árnason lenti í samstuði við Anton Ara Einarsson?

„Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að sjá það aftur. Hann er nýbúinn að fá spjald fyrir eiginlega nákvæmlega eins brot. Nei, nei, skemmtilegt svona 11 á móti 11 held ég."

Voru KA menn óheppnir að fá ekki vítaspyrnu?

„Það getur vel verið að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Ég er ekki búinn að sjá það aftur. Það er þá bara þannig en það voru fleiri vafaatriði í þessum leik."

Tveir Blikar í bann fyrir seinni leikinn gegn KA
Blikar verða án tveggja leikmanna í leiknum gegn KA á miðvikudag á Greifavelli. Þeir Viktor Örn og Alexander Helgi fengu báðir sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum.

„Viktor fær gjörsamlega galið spjald þar sem hann er að taka aukaspyrnu á nákvæmlega sama hraða og allar aukaspyrnur í leiknum. Dómarateymið ákveður að hann sé að tefja leikinn á þeim tímapunkti sem við stýrðum leiknum ágætlega. Þetta var bara ótrúlegt. Hvernig við leysum það kemur í ljós. Við eigum fullt af góðum mönnum, frábæran bekk og breiðan og góðan hóp. Nú sitjumst við aðeins niður og það kemur í ljós á miðvikudaginn."

„Við höfum aldrei, í neinum einasta leik hjá okkur lagt upp með að tefja eitt né neitt. Eins og þetta snýr að mér þá er Davíð Ingvarsson með boltann, hann tekur aldrei aukaspyrnur þarna. Viktor sækir boltann, KA menn læsa á okkur, Alexander Helgi er laus og þegar hann er hálfnaður að færa sig yfir þá flautar Villi og spjaldar Viktor. Ég þarf að sjá þetta aftur en á þessum tímapunkti er þetta glórulaust, það var enginn að tefja leikinn. Þetta var dýrt en það er eins og það er,"
sagði Dóri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner