West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
   lau 21. ágúst 2021 21:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Viktor fær gjörsamlega galið spjald
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld.
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson í leiknum í kvöld.
Viktor Örn Margeirsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líður mjög vel. Þetta var klassískur sex stiga leikur milli tveggja frábærra liða," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir sigur gegn KA í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Við hefðum getað verið búnir að klára leikinn fyrr, við fáum nokkur virkilega góð færi og í svona leik getur verið dýrmætt að klára það. KA menn eru góðir í fótbolta og voru tilbúnir að spila í gegnum pressuna og stundum gekk það. Þá fannst mér varnarmennirnir okkar díla hrikalega vel við það, þeir áttu eitt og eitt upphlaup en við fengum ekki mikið af færum á okkur en hefðum getað skorað fleiri."

Hefðuð þið viljað fá spjald á loft þegar Ívar Örn Árnason lenti í samstuði við Anton Ara Einarsson?

„Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að sjá það aftur. Hann er nýbúinn að fá spjald fyrir eiginlega nákvæmlega eins brot. Nei, nei, skemmtilegt svona 11 á móti 11 held ég."

Voru KA menn óheppnir að fá ekki vítaspyrnu?

„Það getur vel verið að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Ég er ekki búinn að sjá það aftur. Það er þá bara þannig en það voru fleiri vafaatriði í þessum leik."

Tveir Blikar í bann fyrir seinni leikinn gegn KA
Blikar verða án tveggja leikmanna í leiknum gegn KA á miðvikudag á Greifavelli. Þeir Viktor Örn og Alexander Helgi fengu báðir sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum.

„Viktor fær gjörsamlega galið spjald þar sem hann er að taka aukaspyrnu á nákvæmlega sama hraða og allar aukaspyrnur í leiknum. Dómarateymið ákveður að hann sé að tefja leikinn á þeim tímapunkti sem við stýrðum leiknum ágætlega. Þetta var bara ótrúlegt. Hvernig við leysum það kemur í ljós. Við eigum fullt af góðum mönnum, frábæran bekk og breiðan og góðan hóp. Nú sitjumst við aðeins niður og það kemur í ljós á miðvikudaginn."

„Við höfum aldrei, í neinum einasta leik hjá okkur lagt upp með að tefja eitt né neitt. Eins og þetta snýr að mér þá er Davíð Ingvarsson með boltann, hann tekur aldrei aukaspyrnur þarna. Viktor sækir boltann, KA menn læsa á okkur, Alexander Helgi er laus og þegar hann er hálfnaður að færa sig yfir þá flautar Villi og spjaldar Viktor. Ég þarf að sjá þetta aftur en á þessum tímapunkti er þetta glórulaust, það var enginn að tefja leikinn. Þetta var dýrt en það er eins og það er,"
sagði Dóri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner