Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
banner
   lau 21. ágúst 2021 20:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Eyjólfs: Maður er ekki jafn graður í þetta og maður var
Gísli fagnar markinu sínu í kvöld.
Gísli fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð, það er frábært að fá þrjú stig. Það er nákvæmlega það sem við ætluðum okkur í dag," sagði Gísli Eyjólfsson, maður leiksins, eftir sigur Breiðabliks gegn KA.

„Mér fannst leikplanið virka virkilega vel í dag. Það var gott að skora snemma í leiknum og eftir það fannst mér við hafa öll völd á vellinum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

Blikar hefðu getað skorað fleiri mörk í dag. „Já, við fengum færin, það er jákvætt að við erum að búa til og skapa. Þetta kannski datt ekki með okkur í dag. Markmaðurinn þeirra stóð sig virkilega vel í dag, hrós fyrir hann. Við áttum að vera meira clinical í færunum, vonandi bætum við það fyrir næsta leik."

Hlýtur að vera ljúft að setja mark og leggja upp í 2-0 sigri?

„Já, svo lengi sem við vinnum þessa leiki. Maður er ekki jafn graður í þetta og maður var þegar maður var yngri. Maður vill bara þennan sigur."

Voruði heppnir að KA fékk ekki vítaspyrnu í þessum leik?

„Þetta leit út eins og víti en ég er ekki dómari," sagði Gísli.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner