Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Leicester og Spurs: Maddison bestur
Mynd: Getty Images
Leicester hafði betur gegn Tottenham er liðin mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

James Maddison var valinn maður leiksins af Sky Sports. Hann gerði sigurmarkið á 85. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig.

Versti maður vallarins var Paulo Gazzaniga, markvörður Tottenham, en hann virtist óöruggur í sínum aðgerðum. Gazzaniga var heppinn að fá ekki mark á sig snemma leiks, sem var réttilega dæmt af.

Victor Wanyama og Christian Eriksen, sem komu inn af bekknum, þóttu einnig vera slakir. Harry Kane og Tanguy Ndombele voru meðal bestu leikmanna gestanna.

Leicester er með ellefu stig eftir sex umferðir. Tottenham situr eftir með átta stig.

Leicester: Schmeichel (7), Pereira (7), Soyuncu (7), Evans (6), Chilwell (7), Tielemans (7), Ndidi (6), Perez (6), Maddison (8), Barnes (7), Vardy (7).
Varamenn: Praet (6),

Tottenham: Gazzaniga (5), Aurier (7), Alderweireld (7), Vertonghen (6), Rose (6), Winks (6), Sissoko (5), Ndombele (7), Lamela (6), Son (6), Kane (7).
Varamenn: Wanyama (5), Eriksen (5)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner