Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 21. september 2019 17:16
Sævar Ólafsson
Jón Sveins: Þokkalega sáttir en pínu súrir
Tap í síðasta leik tímabilsins
Fram bætti stigasöfnun milli ára um 12 stig
Fram bætti stigasöfnun milli ára um 12 stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við kannski þokkalega sáttir en pínu súrir
Jón Þ. Sveinsson þjálflari Fram var tekinn tali að leik loknum í Efra Breiðholti þar sem lærisveinar hans lutu í gras á lokamínútunum gegn Leiknis.
Með þessum úrslitum enda Framarar í 7.sæti deildarinnar með 33 stig í samanburði við 24 stig sem var uppskera tímabilsins 2018. Hið forna veldi Fram hefur munað sinn fífil fegurri eftir mögur ár eftir fall úr deild þeirra bestu.
„Við náttúrulega spilum vel fyrri umferðina og svo lendum við í smá tímabili þarna í upphafi síðari umferðarinnar þar sem við töpum nokkrum leikjum í röð og það verður smá hringl á leikmannahóp. Missum nokkra leikmenn út til Bandaríkjanna og förum í markmannshræringar (innsk: Blikar kalla til baka Ólaf Íshólm) og einhver meiðsli sem svona aðeins trufla flæðið og tempóið sem var í gangi“.
“En síðan náum við okkur aðeins á strik aftur og erum í raun og veru hundsvekktir að tapa í dag og hafa kannski ekki verið aðeins nær toppliðunum síðustu umferðirnar til að eiga einhvern séns“.
„En heilt yfir þokkalega sáttir, með meiri stigum sem Fram hefur safnað í þessari deild síðustu fimm, sex árin eða síðan við fórum niður. Þannig að það er eitthvað sem við bara byggjum á og höldum bara áfram fyrir næsta Inkasso tímabill“.

Svo er ástæða líka til þess að óska Gróttu og Fjölni til hamingju. Held það verði gaman að fylgjast með og búið að vera skemmtileg móment í gangi hjá Gróttu í allt sumar og ég held að Ási hafi ekki fengið það kredit sem hann á skilið með Fjölnisliðið, því það hafa orðið miklar breytingar hjá þeim og það var ekkert sjálfgefið eins og talað var um hjá þeim að þeir ættu bara að labba uppúr þessari deild. Hún (innsk: Inkasso-deildin) var bara mjög jöfn og skemmtileg þessi deild“.

“En við heilt yfir þokkalega sáttir en pínu súrir“.

Eins og Jón bendir á var þarna um að ræða einhverja bestu stigasöfnun Fram síðustu ára. Liðið hefur fundið sig í vissum öldudal ójafnvægis þar sem tíð stjórnarskipti, flakk á heimavelli og visst rótleysi hefur verið einkennandi.

„Við vorum ekki nálægt þessu í ár en það koma önnur lið inn í deildina að ári, bæði niður og upp svo hún verður ekki síður erfið á næsta ári reikna ég með en við ætlum okkur náttúrulega að byggja ofaná þetta og ná betri árangri en við gerðum í ár og þú nærð í raun ekkert mikið betri árangri heldur en að setja þá stefnuna upp – en við þurfum fyrst og fremst að setjast niður og horfa á mannskapinn okkar og hvernig staðan er og klára þau mál og skoða svo hvort við þurfum að bæta einhverju við til þess að vera samkeppnishæfir í deildinni á næsta ári“.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner